Flutningar.....og skrítnar draumfarir....vantar draumráðningu!!

Hér hefur allt verið bara í rólegheitunum undanfarna daga, en Hanna Björgin mín er haldin sömu strax veiki og mamma sín og tók hún ákvörðun um að flytja heim aftur með fjölskylduna sína og hana nú ,,,,það skyldi þá ske ekki seinna en strax, helst í gær þannig að það var farið í það á fullu að breyta öllu hérna og rútta til.
Við þurftum þá að endurskipuleggja allt hérna heima, allt í einu er stofan mín orðin eins og sýningarbás í Ikea sem er orðinn allt of lítill.
Ég var með svefnsófa inni kisuherberginu svona til að nota fyrir næturgesti en nú varð ég að troða honum í stofuna, ekki það að okkur vantaði svo sem fleiri sæti í stofuna fyrst að heimilismeðlimum hefur fjölgað en það er varla að hægt sé að segja að það sé mikið pláss fyrir hann,,, jæja þetta gengur nú allt saman og við verðum bara að vera dugleg að minna okkur á að þröngt mega sáttir sitja.
Þetta er nú líka bara tímabundið ástand því að þau stefna á að kaupa sér eigin íbúð,, eru búin að festa sér íbúð í njarðvíkunum sem er enn í byggingu og fá þau afhent í jún /júl á næsta ári.
ég er líka ánægð með að fá litlu rósadósina til mín aftur þannig að þetta er nú líka svolítið gleðiefni :)

Jii já svo dreymdi mig alveg ferlega skrítinn draum í nótt.. mér fannst Hanna vera nýbúin að eignast
5 bura, allt voru þetta strákar, við vorum eitthvað að vesenast með að hafa okkur til í 
einhverja útilegu á Þingvöllum en við vorum í einhverju húsi sem ég kannast ekki við.
Ég spurði Hönnu um það hvort  að hún væri búin að ákveða hvaða strák hún ætlaði að halda eftir
(það virtist voðalega eðlilegt að ætla ekki að eiga öll börnin sjálf)
já hún var búin að ákveða það og hafði valið barnið sem var með mesta hárið og var dekkst yfirlitum
hún var búin að nefna öll börnin en ég man ekki nöfnin nema á drengnum sem hún ætlaði að halda
og hann átti að heita einhverju skrítnu nafni að fyrra nafni en Gabríel að seinna nafni, en var samt eitthvað að spá í hvort að það væri asnalegt þar sem að hún ætti bróður með þessu nafni. nú svo förum við eitthvað útfyrir og sé ég þá að himininn er að verða alveg svartur, það kemur svört skýjahula yfir allt svo að ég spurði þá sem þarna voru hvort ekki væri búið að fylgjast með veðufregnum, við gætum ekki farið í útileguna þar sem þetta væri bara ávísun á það að það væri að koma brjálað veður... og þarna vaknaði ég..
hmmm ef að einhver getur sagt mér eitthvað um það hvað þetta þýðir endilega kommenta



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband