Magnavökunótt

jæja þá er maður loksins vaknaður eftir eina vökunóttina enn. ég vildi nú svo sem alveg að ég hefði verið að vaka í nótt ef öðrum ástæðum en við þessu er ekkert að gera, þetta var sem sagt Magnavöku nótt. mér finnst Magni standa uppi sem sigurvegari eftir þennan síðasta þátt, ég hefði sko aldrei getað hugsað mér það þannig að hann færi sem forsöngvari fyrir þessa hljómsveit,,, nei hann er of góður fyrir það og ég held að það hefði alls ekki hentað honum sem fjölskyldu manni. Hann á örugglega eftir að gera marga góðahluti enda skilst manni að hann sé búinn að fá þó nokkur tilboð og nú er það alfarið í hans verkahring að vinna sem best úr því fyrir sjálfan sig. Það hefur líka sýnt sig að þeir sem vinna þessar keppnir eins og Idol og svona að það eru sko ekki alltaf sigurvegararnir sem standa upp úr þegar að lengra er litið, oftar en ekki eru það þeir sem að lenda í 2-4 sæti sem fólk man eftir, fólkið sem getur valið hvað það gerir eftir keppni og er ekki samningsbundið neinstaðar.

Já auðvitað hefði ég viljað að vökunóttin hefði verið vegna fæðingar barnabarnsins en ég fæ víst ekki við allt ráðið hehehe. prinsessan okkar er sko örugglega að venja okkur bara við þá staðreynd að það sé hún sem ráði og komi til með að ráða,,,ekki ráð nema í tíma sé tekið. Hún er nú reyndar ekki gengin nema 3 daga fram yfir þannig vel getur verið að við þurfum að bíða alveg í 11 daga í viðbót en guð minn góður það verða þá líka langir 11 dagar, við erum öll orðin svo hrikalega óþolinmóð,,, nei við skulum nú vona að það fari eitthvað að ske núna á næstu sólarhringum.

Jæja það er líka farið að líða að kattarsýningu,,ef að af henni verður. Það er greinilegt að fólk er ekki með mikinn áhuga fyrst að það þarf orðið að "smala" á hverja sýninguna á fætur annari, við þurfum 140-150 dýr til að sýningin borgi sig en síðast þegar að ég vissi vantaði ennþá 40-50 dýr og þó búið að framlengja frestinn. Ég ætla nú að vona að þetta náist nú fyrir rest,, það hefur nú alltaf gert það eftir að búið er að smala saman. Mér finnst þetta svo gaman að þessar sýningar skipta mig máli, t.d bara til að hitta aðra kattaeigegndur og ræktendur, þá hittir maður alltaf fólk sem er álíka skrítið og maður sjálfur og með sama áhugamál hehehehe.  svo fer að styttast í að nýji fressinn komi til landsins ,,úff ekki nema rétt rúmar 3 vikur en þá taka líka við 4 langar vikur í einangrun en maður hefur svo sem gengið í gegnum það nokkrum sinnum áður, Pim var meira að segja í 6 vikur þegar að hann kom til landsins og það leið hahaha svo að þetta hlýtur að líða líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband