15.9.2006 | 22:35
Amma,,,já loksins orðin amma
og ég bara trúi þessu varla.
Hanna fór aftur í mónitorinn í morgun og það var bara ekkert að ske nema þá bara að vatnið lak í stríðum straumum svo það var ákveðið að setja hana af stað um kl 12. það þurfti að tékka svona aðeins á stöðunni og hei,,, hún var þá þegar komin með 5 í útvíkkun og það algerlega verkjalaust,,,,geri aðrir betur. þá var drippið tengt við hana og leið og beið og loksins komu einhverjur verkir sem voru víst þó ekkert verri en bara túrverkir. næst þegar að það var tékkað var útvíkkun orðin 8 og enn voru engir sárir verkir, en nú fór þetta líka að gerast og verkirnir urðu mjög kröftugir,,, rembingur í klukkutíma og wolla prinsessan kom í heiminn kl 16:29. Hún Hanna mín stendur sko sannarlega uppi sem hetja eftir daginn í dag og engin orð fá því líst hversu stolt ég er af henni og litlu prinsessunni sem mér finnst ég nú eiga soldið mikið í eftir þennan dag. Helgi stóð sig líka eins og hetja, studdi konuna sína svo algerlega og nú eru þau bara að reyna að hvíla sig í Hreiðrinu og koma svo heim á morgun
Elsku Hanna Helgi og litla ömmuprinsessa til hamingju með daginn
Athugasemdir
;D til hamingu með ömmubarnið, mér fannst ég verða amma ung en ég var 39 ára. Þú hefur slegið mér við :D
Ragnheiður , 16.9.2006 kl. 12:32
Til hamingju með ömmubarnið hún er rosa flott. Ég kíki í vikunni. Kveðja Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.