laugardagurinn 10 november 2007

Ekki fékk ég nenin viðbrögð við síðustu færslu þar sem ég óskaði eftir draumráðningu hehehehe kanski bara kann enginn neitt í þessum efnum sem að ég þekki.

Héðan frá okkur er nú bara allt fínt að frétta þannig séð , um síðustu helgi þá var sannkölluð veisluhelgi, á föstudeginum þá var afmæliskaffi hjá Guðbjörgu sýstir og svo daginn eftir var skírn hjá Viktoríu og mömmu hennar, Hanna björg var þar skírnarvottur fyrir litlu Þórhildi Lísu. svo seinnipartinn þann sama dag var haldið upp á afmælið hjá tvibbunum hjá Guðjóni og Ingu Hönnu já svo sannarlega nóg að gera.

Gabríel skellti sér líka til kóngsins Köben síðastliðinn laugardag og er maður búinn að vera á nálum alla vikuna vegna þessa og kanski ekki alveg að ástæðulausu,, þeir fóru svo með lest yfir til Amsterdam en þurftu að skipta um lest í Þýskalandi, þar gerðust þeir svo djarfir að fara að leika sér á járnbrautarteinunum og auðvitað lentu þeir íþýsku löggunni fyrir vikið sem að sleppti þeim ekki heldur "passaði"þá og fylgdi þeim svo um borð í lestina sem þeir voru að fara í. nú svo hafði hann samband við mig í gær þá voru þeir fastir í Hamburg,,,, þeir sögðust hafa farið of snemma út úr lestinni hahahah þeir voru á leiðinni til köben hahahah jæja en einkasonurinn er þó allavegana kominn heim heilu á höldnu núna,, eða já til landsins en ég heyrði í honum  áðan og þá var hann bara fyrir utan flugstöðina hérna í Keflavík,,,guði sé lof.

Hanna og Helgi eru búin að finna sér íbúð sem að þau langar í, þetta er eldra húsnæði eða byggt árið 1939 þannig að það er nú eitthvað viðhald´á húsinu, ýmislegt sem að þarf að gera en ekkert sem þarf að gera áður en þau flytja inn nema mála og hitt getur beðið betri tíma eða þar til þau hafa beetur efni á því eins og að skipta um glugga á efri hæðinni og svona, en þetta er í tvíbýlis húsi og er þetta mimðhæðin og risið. og gaman að því að þau voru að komast að því áðan að ömmusystir hans Helga byggði þetta hús ásamt sínum manni og bjuggu þau þarna þar til fyrir 6 árum, þannig að húsið er bara að komast inn í fjölskylduna aftur.

vonandi bara að þetta gangi upp sem fyrst hjá þeim :


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband