Á bleiku skýi

þá er litla ömmuprinsessan mín orðin 3ja daga og maður er eiginlega bara ennþá á bleiku skýi. hún er svo yndisleg í alla staði að það er bara ekki annað hægt Koss það hefur allt gengið vel og stelpan er rosalega vær og góð, svolítið löt þannig að mamman þarf að vera dugleg að minna hana á að drekkaSvalur hún er auðvitað bara fallegust og verður bara fallegri með hverjum deginum sem líður,,hvernig sem það er nú hægtHissa

 

fallegust

annars hafa undanfarnir dagar verið nokkuð rólegir en auðvitað verið nokkuð um gestagang þannig að maður hefur verið mjög lítið í tölvunni. nú fara í hönd nokkuð annasamir dagar þar sem það er kisu kynning í Garðheimum næstu helgi og ætla ég að vera þar með 2-3 ketti þannig að ég þarf að reyna að baða eitthvað núna í vikunni og svo hálfum mánuði seinna verður hin eiginlega kattasýning,,,,,,ef það næst að smala nægjanlega mörgum köttum það er að segja, en það er vist ekki orðið alveg ljóst ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband