liggur mikið á hjarta núna hehehe

Snúður og Elísabet

jæja þá er helgin liðin. ég var að vinna smá umhelgina bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld og svo er ég buin að vera með kisurnar í Garðheimum bæði laugardag og sunnudag frá kl 11:30- 17:00 þannig að helgin var soldið strembin en voða gaman samt að fara svona og sýna kisurnar sínar. það kom alveg fullt af fólki og auðvitað voru kisurnar í aðalhlutverki þarna. Didde var sko ekkert ánægður með þetta brölt á okkur en auðvitað lét Droopy þetta ekki hagga sínu jafnaðar geði Saklaus. mikið svakalega fer það í taugarnar á mér þegar að fólk gengur að búrinu hjá manni og segir OJJJ hvað þetta eru ljótir kettir eða hvaaa það mætti bara halda að hann hafi hlaupið á kyrrstæðan bíl.......   getur fólk ekki haldið svona leiðinda kommentum bara fyrir sjálfan sig... ekki labba ég að fólki og segi ojj hvað krakkinn þinn er ljótur .......ok kisurnar mínar eru ekki börnin mín en mér þykir vænt um kisurnar mínar og mér finnst rosalega leiðinlegt að heyra svona um þau, mér finnst þau bara fallegust sko, já ég myndi aldrei segja svona við t.d hunda eiganda eða bara láta fólk heyra það að mér finnist það í ljótum fötum eða eitthvað. Auðvitað var fólk mishrifið af kattartegundunum sem kynntar voru og ég skil það vel enda var það nú ekki oft sem maður heyrði svona leiðindar komment hitt var í miklum meirihluta að sem sagt fólki sem annaðhvort þótti þeir fallegir eða sagði bara ekki neitt Tala af sér 

Í gærkvöldi tók ég  lokaákvörðun með kynjakattasýninguna og bætti kettlingunum við þannig að lokaniðurstaðan er að ég fer með heilann her katt með mér,,, eða 7 stykki þannig að það verður eitthvað að gera í að baða á föstudeginum úffff og ég ætla nú bara rétt að vona að Sævar verði heima þessa helgina og geti hjálpað mér að koma þessum greyjum til dómara svo að þau fái nú dóm hehehehe

Litla ömmuprinsessan er alltaf jafn vær og góð, hún bara drekkur og sefur, hún er reyndar farin að vaka pínulítið meira eftir gjöf og svona, aðeins að skoða sig um æji hún er svo mikið krútt..

Ég vaknaði kl 7:30 í morgun við það að ég er komin með þessa helv.... blöðrubólgu eina ferðina enn svo að ég fór nú ekkert að sofa aftur, svo kom unglingurinn minn grátandi og vildi alls ekki fara í skólann, sagði að henni liði svo illa þar og hún vildi ekki vera þarna lengur svo úr varð að ég hafði samband við námsráðgjafann í skólanum til að reyna að finna einhverja lausn á þessu en þetta er bara nákvæmlega það sama og gekk á í fyrravetur, s.s einhverjar 2 stelpur sem ekki geta séð hana í frið. ég veit svo sem ekki alveg hvernig við snúum okkur í þessu en hún ætlar að gefa þessu einn sénsinn enn en annars verður það ekkert nema að hún fái þá að fara aftur í gamla skólann sinn , þrátt fyrir að það þýði að hún þurfi lengra ferðalag á hverjum morgni ,en við sjáum nú bara til hvernig þetta fer allt saman.

já það er soldið skrítið hvað börn geta verið grimm, þetta einelti er alveg hræðilegt, mig langaði mest að fara að gráta með stelpunni minni á fundinum í dag. Æji já þetta er alveg ferlega erfitt mál og maður veit ekki hvort að maður er að gera rétt og þá alveg sama hvort maður er að tala um flutning í gamla skólann ,,er það uppgjöf og er maður þá að gefa þau skilaboð að þessar stelpur hafi unnið? eða er maður að gera rétt méð að láta selpuna þrauka áfram,,,er ég að gera henni eitthvað gott? er ég að brjóta hana bara enn meira niður æji þetta hringsnýst bara í kollinum á mér svo að ég held að ég hugsi þetta bara á næstu dögum,, get vonandi talað betur um þetta við sævar í vikunni en hann er núna fyrir norðan og kemur vonandi heim í vikunni Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Hæ hæ elsku dúllan mín,já þetta er hinn argasti dónaskapur að segja svona ljótt um dýrin,börnin eða hvað það er,ég held að fólk sem gagnrýnir á þennan hátt,líði alveg verulega illa,og þetta með eineltið,ég held að það sé aldrei gott að flýja,heldur að kenna stelpuni að hunsa þær og láta sem hún heyri ekki,þá hætta þær mjög fljótlega,maður þarf bara að kenna þeim að vera með bein í nefinu og halda áfram,ekki flýja,ég þekki þetta allt alveg ofbóðslega vel,eins og þú veist,og þetta virkar,sjáðu bara hvað rættist úr mér Sigga mín,ef þú vilt þá get ég talað við hana af eigin raunum um einelti,ekkert mál,ef þú vilt,ég hef kennt minni stelpu þetta og hún á böns af vinum núna :) farið vel með ykkur og gangi þér vel með fallegu dýrin þín,kv.Dóra vinkona... :)

Dóra Maggý, 26.9.2006 kl. 00:14

2 identicon

Hæ hæ Sigga mín, reyndu að stappa stálinu í unglinginn þinn það er auðvita erfitt að standa í þessu en er viss uppgjöf að fara úr skólanum. Það á auðvita bara að reka þessar stelpuskjátur eða gera eitthvað sem stoppar þetta maður veit ekki hvað..það er auðvita eitthvað að hjá þeim..Vona að þetta lagist nú allt. kveðja, Haddý

Hafdís (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband