long time ago

jiii éger  nú alltaf á leiðinni að setja inn enn eina færsluna en svo bara verður einhvernvegin ekkert úr því, nú er heill mánuður síðan síðast og auðvitað alveg hellingur búinn að ske. við fórum jú þarna til Hollands og vorum þar í 6 daga, það var rosalega fínt og versluðum við alveg hreint eins og geðsjúklingar, enda með yfirvigt upp á slatta af kílóum :) og mest megnis var þetta jú föt á barnabörning og börnin en jú auðvitað var þarna líka eitthvað af jólagjöfum. við vorum eina nótt á hóteli í Amsterdam en fórum svo til Coby og Leen.. við erum alveg sammála umn að við verðum að gera það oftar að skreppa svona á Hótel bara 2 ein :) þó að hitt hafi auðvitað verið gaman líka.

Þegar að við komum heim þá voru krakkarnir búnir að taka svo fínt til og jólaskreyta alla íbúðina,, það var æðislegt að koma heim í þetta svona.  þá er hún Hanna búin að baka fleiri fleiri smákökuuppskriftir og við erum búnar að baka laufabrauð, kaupa allar jólagjafi og búnar að pakka festum inn líka. Nú er eiginlega bara beðið eftir jólunum,, Ætlum reyndar að fara að gera heimatilbúinn ís og sjóða niður rauðkál og vorum svona að spá í að bæta aðeins við af smákökum því birgðirnar hennar Hönnu eru að verða búnar.

Ætla þáað fara að reyna að gera eitthvað af viti hérna heima hjá mér

hej då


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð aldeilis búnar að jobba mikið. Barasta að sjóða niður rauðkál, þvílíkur dugnaður og myndarskapur. Annað eins hef ég ekki heyrt núna um jólin. Njótið vel og hafið það gott.

Ragna Vigdís (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband