29.9.2006 | 22:10
Áfallahjálp,,,,,hver veitir svoleiðis hjálp????
þetta er nú búið að vera meiri dagurinn, hann byrjaði að vísu mjög vel, ég ákvað í gærmorgun að byrja að taka mig á í mataræðinu og taka út allan sykur og já bara sem mest kolvetni. í gær var því uppistaðan hjá mér AB mjólk, skyr.is og harðfiskur. dagurinn var frekar erfiður, ég var sísvöng en verðlaunin komu í morgun 600 gr niður........ já ok þetta er nú sennilegast bara vatn sem er að renna svona fyrst en halló þetta er eitthvað sem sparkar manni áfram
Sævar kom svo með mér til dýralæknissins í dag, ég fór með 4 dýr í sprautu og svo fór ég með kastaníu í röntgen af því að hún hefur verið svo slæm í afturfótunum sínum, eiginlega bara eins og belja á svelli,,fæturnir renna til hliðar og hún hefur átt erfitt með að labba. það kom eitthvað út úr þessum röntgenmyndum en Dagmar var samt kki alveg klár á því hvað hún læsi úr þessu svo að hún ætlar að fá álit hjá Hönnu dýralækni þegar að hún kemur eftir helgi. þetta gæti sem sagt verið einhver kölkun og byrjun á gigt eða brjósklosi,, kanski eitthvað sem má rekja til þess er hún datt ofan af 3ju hæð þegar að hún var 6 mánaða. hún var sett á sterakúr og svo á að sjá bara aðeins til, en allavegan þá labbaði ég 42.000 krónum fátækari út frá dýralækninum og hélt svei mér þá að ég þyrfti áfallahjálp.
við fórum svo að ná í fóður upp í grafarvog og ekki vildi betur til en svo að þegar að við vorum á leiðinni heim aftur,, vorum við stopp á ljósum þegar að það kemur þessi svaka dodge og keyrir aftan á okkur, það var sko ekki lítið höggið þrátt fyrir að við værum stopp. bíllinn okkar er stórskemmdur að aftan og ekki hægt að opna hlerann ég ´for svo seinnipartinn að fá svo mikinn höfuðverk og pílur niður í hendi og bak að ég ákvað að fara niður á slysó,,,þó það væri ekki nema til að hafa þetta til á skrá ef að þetta verður eitthvað meira en sennilegast er þetta nú bara hálstognun sem jafnar sig á einhverjum dögum. eftir þetta áfall var ég eiginlega orðin enn vissari í minni sök, NÚ þyrfti ég áfallahjálp hahahahahaha
jæja ég læt þetta duga í bili og fara að horfa á sjónvarp, eða gera eithvað gáfulegra kanski eins og að lesa hmmmmmm hver veit
Athugasemdir
Ja hérna. Þvílík óheppni!! Er allt í lagi með ykkur??!! Ég kann að vísu ekki að veita áfallahjálp en ég kann að hlusta og get ljáð þér eyra þegar þú þarft á að halda:)
Kveðja María.
María (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 17:12
ja hérna megin,Þetta eru ekki góðar fréttir, en ég vona bara að þetta fari vel og engir áverkar verði sem koma svo oft seinna í ljós,en farðu vel með þig,ég er auðvitað alltaf til staðar fyrir þig dúllan mín,hringdu bara og ég hlusta,örugglega ágætis leið fyrir áfallahjálp :) farðu vel með þig,og frábær árangur,þetta með 900 grömmin... kv. Dóra vinkona...
Dóra Maggý, 30.9.2006 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.