23.12.2007 | 10:06
jólin koma....
jæja nú mega jólin bara fara að koma :) hér er allt orðis svakalega fínt og meira að segja jólatréð komið upp,,,, Hönnu minni að þakka :) Við vorum hérna í gær að taka allt í gegn þannig að nú er maður bara hérna í rólegheitunum og hálfpartinn bíður eftir jólunum, við erum búnar að steikja laufabrauð og Hanna búin að baka alveg heilann helling (sem er reyndar búið að borða allt núna hahahaha) og svo erum við búnar að gera jólaísinn og og sjóða niður rauðkálið. Við förum til guðbjargar og Axels í skötu í kvöld og svo á maður reyndar eftir að gera eplapie og fromas á morgun.
Það er nú búið að vera alveg heilmikið um að vera hérna hjá okkur, við erum búin að bæta við okkur fleiri köttum (eins og það hafi ekki verið nóg fyrir hahahahaha) en við vorum að taka við tveim Maine coon læðum frá Siggu og Jóni og ætlum við að fara í samstarf með þeim og fara út í ræktun á þessum æðislegum kisum. Lante og Bína eru þessar læður kallaðar og eru mæðgur, þær eru alveg óskyldar Bellu en svo er ætlunin að flytja inn högna fyrir þær, þar til fáum við að nota Fredda sem er got bróðir hennar Bellu þannig að vonandi verða maine coon kettlingar hérna hjá okkur einhverntíman í byrjun næsta árs undan þeim tveim :) Ég átti nú reyndar von á því að það yrðu persakettlingar hérna yfir jólin en því miður þá missti Candy kettlingana sína þrjá :( og Nýinnflutti högninn okkar Stefaníu dó núna fyrir stuttu svo að það er enginn persa fress sem ég get notað í bili, Bangsi er ekki tilbúinn en hann er rétt að verða eins árs svo vonandi verður hann tilbúinn í pörun fljótlega.
Heimilið okkar virðist ætla að verða pestarbæli um jólin,, ég er rétt búin að ná mér upp úr lungnabólgu og Elísabet rétt búin að ná sér eftir flensu, Alexandra er búin að vera veik núna í nokkra daga og Hanna segist vera að byrja að finna fyrir flensueinkennum,,, úff ég ætla nú samt að vona að það verði ekki mikið úr þessu hjá henni greyjinu, hún er orðin svakalega þreytt enda ekki nema c.a 1/2 mánuður eftir af þessari meðgöngu og það kæmi mér bara ekkert óvart þó að litli strákurinn færi bara að kíkja í heiminn. Hún er búin að biðja mig um að vera viðstödd þessa fæðingu líka og er ég rosalega stolt af því að fá að vera, þetta er auðvitað bara dásamlegt.
jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og endilega kvittiði undir og lofið mér að fylgjast með hverjir það eru sem eru að fylgjast hérna með okkur.
Athugasemdir
Hæ, hæ og gleðileg jól héðan úr Hrísey. Við höfum það gott og biðjum að heilsa öllum. Jólakveðjur María, Óli og Hannes Haukur.
María og co. (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.