1.10.2006 | 23:35
rólegt í dag ?
oo nei það var sko ekki rólegt í dag hahahahaha.
Elísabet var á körfuboltamóti í gær og í dag, pabbi hennar fór með henni í morgun til að fylgjast nú með prinsessunni en ákvað að fara heim eftir 1 leik (en hún átti að spila 3) en sú stutta (ok hún er kanski ekki svo stutt lengur) hringdi í pabba sinn c.a 1 tíma seinna, vegna íþróttameiðsla og endaði það upp á slysó. Hún reyndist nú ekki brotin en mjög illa tognuð og er ökklinn hennar nú alveg tvöfaldur. Eftir að hafa hringt í Svönu frænku til að athuga með hækjur (sem by the way voru svo ónýtar) þá endaði ég í Lyfju lágmúla og keypti 2 stk. já já það getur verið fínt að eiga hækjur,,,maður veit sko aldrei hvenær það verða íþróttameiðsl eða já bara önnur meiðsl
kv hækjurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.