Annasöm jól

Hérna haafa allir haft það alveg svakalega gott, legið á meltunni og fengið fínar gjafir og allan pakkann :) Þvílíkt og annað eins pakkaflóð  jesús minn góður, en svona er þetta víst þegar að maður er með lítil börn. Hanna Björg og Helgi voru hérna með snúlluna mína á aðfangadag en hún var svo lasin greyjið að hún hafði enga ánægju af því að opna pakkana og endaði það bara á því a´ð það var farið með hana upp á læknavakt um mitt kvöld (þá var bara tekin pása í að taka upp pakkana á meðan) svo var haldið áfram eftir að þau komu heim, nema hennar pakkar sem geymdir voru fram á jóladagsmorgun, það fóru sko allir sáttir að sofa hér á þessu heimili enda þarf nú venjulega ekki mikið til að gleðja :) sem betur fer. Á jóladagsmorgrun var Alexandra hressari og fékk hún þá að klára að opna pakkana sína og naut hún þess alveg í botn, henni fannst þetta bara æðislegt. Svo var farið í hið árlega jólaboð hjá ömmuömmu og afaafa og svo fór litla fjölskyldan í annað jólaboð á annan í jólum hjá tengdafjölskyldu Hönnu, þannig að það er búið að vera mikil skipulögð dagskrá yfir jólin, ætliþað verði ekki meiri rólegheir yfir áramótin bara.

 Annars eru nú ágætis líkur á því að Hún Hanna mín fari bara af stað núna fyrir áramótin, hún fór niður á deild í gær vegna þess að það var komin einhver blæðing og þá var mín bara komin með 5 í útvíkkun svo það er bara spurning hvernig nóttin í nótt hefur verið hjá henni (hún er ennþá sofandi) og hvernig dagurinn verður hvort að við endum upp á deild aftur í dag eða hvað.  Við vorum nú eiginlega að vona svona öll held ég að strákurinn myndi nú bíða fram yfir áramót,,,,, svona hans vegna, ekki gaman að eiga afmæli svona á síðustu dögum ársins,, allavegana ekki á meðan að maður er barn. Annars hefur Hanna mín verið svo róleg yfir þessu öllu að hún var ekki einusinni byrjuð að þvo barnafötin eða nokkurn skapaðan hlut svo að henni varð nú pínu brugðið í gær þegar að þetta kom í ljós og dreif sig í að setja í þvotavél eitthvað af fötum og svona svo að hún hefði allavegana eitthvað til að taka barnið í heim hahahahha annars er þetta nú ekkert alveg borðlagt þar sem ljósmóðirin sagði okkur að það væru alveg til konur sem væru með 5 í útvíkkun í nokkra daga fyrir fæðingu.

Svo er ætlunin að fara í eit jólaboðið enn í kvöld og vonandi komumst við öll þangað :) svo er það brúðkaup hjá Guðrún og Magga á morgun,,, já það er frekar mikið um að vera hjá okkur þessi jólin,, eiginlega mun meira en venjulega, það er nú samt búið að ákveða að Alexandra fer bara með afa sínum í boðið í dag ef að hitt verður eitthvað vafamál þar sem boðið er í keflavík og það er nú kanski ekki sniðugt að vera að taka einhverja sénsa með litla barnið.

Af kisunum mínum er bara allt fínt að frétta, ég er enn með Maine coon læðurnar bara lokaðar inni en fressinn sætir sig enganvegin við svoleiðis framkomu og heimtar að fá að koma frama með okkur á morgnana hahahaha en fær þó að fjúka inn í herbergi annaðslagið yfir daginn þar sem hann lætur ekki Lilac og Bellu í friði, annars eru þetta æðislegir kettir, ég hefði eiginlega ekki trúað því hvað MAine Coon væru ljúfir, góðir og skemmtilegir kettir og mér finnast þetta sko bara spennandi tímar framundan, ætlunin er auðvitað að para Fredda við Lante og Bínu og vonandi fara þær að breima bara fljótlega, svo er stefnan sett á innflutning seinna á árinu svo að það sé hægt að para svo Bellu líka en eins og staðan er í dag er ekki til neinn fress á hana (Freddi er gotbróðir hennar) Ég er komin í samband við nokkra toppræktendur og er á biðlistum þannig að það ætti ekki að vera langt í rétta fressinn handa okkur.

jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili en kem hérna inn með fréttir af Hönnu og litla prinsinum um leið og einhvherjar verða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband