29.12.2007 | 00:58
Fæddur er lítill ömmu prins :)
Já þetta tók fljótt af hjá henni Hönnu minni, hún fór í tékk upp á deild í hádeginu og þá var höfuðið á barninu komið niður hálfa leið og útvíkkun orðin 6-7 svo að hún fékk aðeins að skjótast heim til að ná í mig og svona en svo komin aftur um 5 leitið, belgurinn var sprengdur um 17:30 og allt gekk þetta eins og í sögu og prinsinn leit dagsins ljós kl 19:30 og dagurinn er auðvitað 28.12.2007. Hann reyndist vega 3835gr og 52cm svaka bolti bara og auðvitað bara fallegastur :))
Ég hlakka sko barasta til að fá þau svo heim á morgun :) en þau ætla að vera á hreiðrinu í nótt.
æji svo er hérna ein af okkur prinsinum saman svona að lokum.
Athugasemdir
Innilega til hamingju. Fékk sjálf lítinn ömmuprins á Þorláksmessu, öllu minni en þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 01:11
Elsku besta Sigga mín og fjölskylda !!!! innilega til hamingju með stóra prinsinn hehe.... hann hefði allavega orðið það miðað við 40 vikurnar vona að öllum heilsist vel og hann er alveg gullfallegur.. knús og kossar til ykkar allra
Dóra Maggý, 29.12.2007 kl. 01:57
Til hamingju með drenginn Sigga og fjöldskylda. Það hefur orðið lítið úr jólaboðinu hi hi.
Ragna Vigdís (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.