14.1.2008 | 08:09
Enn fjölgar í Hraunbænum
já enn fjölgar okkur hérna í Hraunbænum, nú er ég búin að taka að mér einn fósturungling sem langar svo að vinna hérna í bænum en ekki í sveitinni heima þannig að við erum orðin nokkuð mörg hérna í heimili en það er bara eitthvað sem getur bara verið gaman. Frumburðurinn sagði í gær að það mætti halda að ég hafi verið munaðarleysingi þegar að ég var að alast upp því að ég sé alltaf tilbúin að bæta við fólki í kringum mig, eins og þetta með dýrin. Af því að ég mátti ekki eiga nein dýr sem barn var ég ákveðin í að vera með heilann dýragarð þegar að ég yrði fullorðin og sá draumur minn hefur nú eiginlega orðið að veruleika þar sem kisurnar mínar eru orðnar nokkuð margar.
Annars er bara allt fína að frétta hérna frá okkur, litli Sævar Óli dafnar bara rosalega vel og Alexandra Nótt er alltaf jafn góð við hann. ´Hún er líka alltaf að verða frekarai og frekari hahahah eða á maður kanski bara að segja ákveðnari og ákveðnari,,,,,, en hún stjórnar allavegana öllum hérna með harðri hendi, með góðu eða illu. Hún er farin að segja alveg fullt af nýjum orðum og apar upp eftir manni eins og páfagaukur að því undanskyldu að það heyrist ekkert s eða r hahaha.
Það styttist óðum í Gambíuferðina og var ég að panta ferðina til Hollands í gær þannig að allt er þetta svona að verða að veruleika, þetta verður án efa mjög skemmtilegt og hlakka ég mikið til þó að ég viti ekkert út í hvað ég er að fara, vonandi bara að maður fái að sjá sem allra allra mest á þessum stutta tíma sem að við stoppum.
Athugasemdir
Hæ, hæ og takk kærlega fyrir síðast. Æðislegt að hitta ykkur aftur:)
Gaman að heyra að allt gengur vel og ég veit að þetta ferðalag á eftir að vera mikið ævintýri. Skemmtið ykkur rosalega vel og njótið vel:)
Kær kveðja héðan úr Garðaveginum. Hannes Haukur snéri sér á magann hægra megin frá í morgun;) og ég er svo montin af honum, því hann hefur eiginlega alltaf bara snúið sér vinsta megin frá. Annars er allt gott að frétta af okkur. Bæjó María.
María (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.