24.1.2008 | 11:46
Allt að verða ready fyrir Gambíu
já það er nú alveg ótrúlegt hvað það er stutt í ferðina okkar til Gambíu ekki nema rúmur 1/2 mánuður. Við fórum í bólusetningar síðastliðinn fimmtudag og vorum bólusett fyrir hinum ýmsu sjúkdómum og var heildarkostnaður við það 17.000kr síðan bætist við það malaríutöflur og VÁ við þurfum að kaupa 36 töflur og það kostar ekki nema 15.000kr,,,,, þá á eftir að telja bólusetningu við yellow fever sem að ég er að fara í, í dag ásamt einhverri heilahimnubólgu sprautu sem er víst voða mikið núna,,,,hjúkkan sagði að við þyrftum ekki sprautu við yellow fever en þegar að ég fór að kanna þetta betur þá kemur í ljós að þetta er sjúkdómur sem smitast með moskítóbiti (sem ég fæ pottþétt, eins og alltaf og verð eins og gatasigti!!!) og 30% af þeim sem smitast deyja, þannig að ég var nú ekki alveg sátt við þetta og hringdi í morgun og bað hana um að athuga þetta betur fyrir mig og jú hún var að hringja og það stemmir,,, við þurfum þessa sprautu!!en já sem sagt allar þessar bólusetningar og lyf fara að slaga hátt upp í ferðakostnaðinn,, en plúsinn er kanski sá að flestar þessar bólusetningar duga í 10 ár þannig að við ættum að geta ferðast án fleiri bólusetninga næstu árin.
Annars er bara allt fínt að frétta héðan frá okkur og litlu barnabörnin eru auðvitað bara æðisleg. svolítil veikindi samt búin að hrjá fjölskylduna, já bara svona flensur eins og gengur og gerist.
af kisunum mínum er líka allt fínt að frétta, Maine coonarnir eru að aðlagast mjög vel og er ég einnig búin að vera með fress hérna í heimsókn til pörunar sem gengur bara ágætlega. Svo er ég búin að finna drauma högnann til innflutnings og kemur hann bara nokkuð fljótlega ef að allt gengur að óskum og er ég ferlega spennt yfir því öllu saman. Nú fer líka að líða að sýningu svo að maður er að setja svona svolítið niður hvað það fara margir á sýningu núna þetta vorið, en það verða nú ekki margar í þetta skiptið held ég,, allavegana ekki eins margar og undanfarnar sýningar.
en ég kveð að sinni,,,, þar til næst :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.