5.10.2006 | 23:54
vonbrigði
Það er nú ýmislegt búið að ganga á Fressinn okkar Stefaníu átti að koma til landsins í gær en það varð ekkert af því vegna þess að dýralæknirinn úti var ekki að vinna vinnuna sína, hann sá ekki fyrr en 5 dögum fyrir brottför að það vantaði sprautu sem þarf að vera í lagi, þetta þýðir að hann kemur seinna, Anna þarf að gera öll test aftur og við Stefanía þurfum að borga 50.000 krónum meira fyrir einangrunina heldur en ella þar sem sá peningur sem við erum búnar að borga rennur ekki upp í nýjann tíma. ég er nú svona frekar brjáluð yfir þessu. Á þriðjudagskvöldið hringdi svo anna í mig og kjaftaði í 3 og 1/2 tíma um allt og ekki neitt hahahahah það verður enginn smá símareikningur hjá henni.Ég veit samt ekki alveg hvernig þetta verður ,hvort Blue komi í november eða desember en ég og sævar erum að fara til hollands 4-12 november svo ég verð ekki á landinu þegar hann kemur ef það verður november.
Þetta vesen í skólanum hjá henni Lísu minni ætlar ekkert að fara að stoppa þannig að nú held ég að maður verði að fara einhverja aðra leið með það. hún er enn á hækjunum auðvitað og er alveg að drepast í höndunum alla daga, er að fá blöðrur í lófana.
Í kvöld var ég heima hjá einni í kynjaköttum og vorum við þarna nokkur að undirbúa sýninguna, skrifa dómarablöð, setja í umslög og fleira. Þetta gekk bara mjög vel enda vorum við eitthvað í kringum 10 manns. maður skilur ekki alveg hvað er að ske fyrir persa flokkinn núna þessar seinni sýningar þeim bara fækkar og fækkar. þeir ná ekki 30 á þessari sýningu og af þeirri tölu er ég með 7 stykki sem er nú nokkuð há prósenta held ég nú bara.
Þá er ég búin að gera spes síðu fyrir þyngdartapið/aukninguna svo að ég geti betur fylgst með því en svo ætla ég að reyna vera dugleg að setja inn eitthvað meira tengt þessu mataræði eins og linka inn á heimasíður og jafnvel einhverjar uppskriftir. En þetta hefur gengið nokkuð vel og mér líður bara nokkuð vel líka með þetta,,,ekki að drepast úr hungri alla daga og svona sem yfirleitt fellir mann á no time.
Athugasemdir
Æjæj...leiðinlegt þetta með fressinn,og að þurfa að borga aftur,er bara klikkun,og fyrir mistök annarra,og en leiðinlegt að ekkert sé að lagast hjá henni Lísu þinni,vill hún hringja og tala við mig eða???? ég er alltaf til,bara að hringja :) en það er frábært að þú skulir ekki finna lengur til svengdar og velkomin í hóp þurftaminni okkar kvenmannana :) þú ert mjög dugleg og ég er mjög stolt af þér,en þú þarft að fá bókina í hendurnar,en við heyrumst, kv.Dívan :)
Dóra Maggý, 6.10.2006 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.