laugardagur

Það er nú sjaldan sem ég er svo dugleg að æða á fætur snemm á morgnana en núna á meðan að Lísa litla er á hækjum verðu maður víst að skutla og sækja hvert sem farið er, hún mætti í fermingarfræðslu í morgun kl 9 svo eg var komin á fætur rúmlega 8 og er er eiginlega alveg í vandræðum með mig, hvað maður á eiginlega að vera að gera svona snemma á laugardags morgni, jú ég gæti svo sem tekið smá skurk á íbúðinni, það veitir svo sem ekki af. Hún datt í stiganum í skólanum í gær svo að ég býst nú passlega við að við endum eina ferðina enn upp á slysó í dag til að láta laga gifsið en það brotnaði einhverstaðar rétt fyrir ofan ökkla svo að nú getur hún hreyft fótinn.

Í dag koma svo Gutti og  Snúlla í pössun til mín og verða hérna í viku eða rétt rúmlega það, ég verð nú að segja að ég er nú svolítið spennt að sjá þau aftur enda komnir einhverjir 6 mánuðir síðan að ég sendi þau frá mér og þá bara smá kettlingar. Ég er að fara með Gutta með mér á sýninguna  ásamt mínum 6, Magga sem á hann ætlar að hjálpa mér við böðun á liðinu sem betur fer enda enginn smá pakki að baða 7 stk á föstudeginum fyrir sýningu,,er samt eitthvað aðeins að skoða það hvort að ég geti ekki baðað einhvern á fimmtudeginum til að létta á okkur.

__________________________________________________________________________

Átakið 

Gengur bara ágætlega, ég er ekki búin að fá mér bókina Kræsingar og kjörþyngd en hún fer að koma, ég fann hana á netinu á rétt rúman tvöþúsundkall svo að ég pantaði mér hana og á von á henni einhvertíman á næstunni, það verður fróðleg lesning held ég. Ég steig á vitgina í morgun og sagði hún mér að það væru farin 300 gr í viðbót sem gera 1,7 kg í heildina sem er bara skref fram á við og get ég ekki verið annað en sátt. Þetta matarræði á greinlega ágætlega við mig og er greinilega að virka, það eina sem er að það er að ég er svo hugmyndasnauð þegar að það kemur að mat án kolvetna,,,það eru kolvetni í eiginlega öllu,, ég meira að segja fékk mér beikon 2x í síðustu viku svo þegar að ég fór að lesa á umbúðirnar þá sá ég að það er búið að setja sykur í það líka. Ég fór svo í bónus í gær og fann það að Kjarnafæði setur ekki sykur í beikonið sitt svo að ég kem til með að velja það ég er kanski ekki að borða beikon á hverjum degi en það er fínt að fá það annaðslagið til að fá tilbreytinguna, annars er ég að borða ab mjólk á ávaxta og sykurs og harðfisk svo eitthvað sé nefnt, túnfisksallat finnst mér líka ágætt að fá mér með kálinu en nú er manni farið að vanta hugmyndir af einhverju fleiru svo maður gefist ekki upp á tilbreytingarlausu fæðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Helló dúllan mín... mér finnst þú mjög dugleg, og vera ekki með bókina og byrja, bara frábært hjá þér,en ég ætla að fara yfir þetta og fá hugmyndir með Berglindi..svona ef þú hefur áhuga,ég kem á mánudeginum og við ætlum að fara yfir helstu atriðin,hjálpa mér,vegna þess að ég er svoo hugmyndasnauð og á erfitt með að skipuleggja,en hún er komin lengra í að skilja þetta en ég,er ekki þessi bókaormur :( en við heyrumst og sjáumst,kv. Dívan mikla. P.S. eru tilbúin í stelpukvöldið á þriðjudaginn ??? :)

Dóra Maggý, 7.10.2006 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband