Góðan daginn

Ég þurfti ekki að vakna eldsnemma í morgun til að skutla í skóla eða eitthvað en var samt vöknuð rúmlega 9 í morgun, var samt ekki búin að sofa "út" að mér fannst en vatnsdrykkjan í gærkvöldi sagði til sín og þá fannst mér jú ekki taka því að vera skríða upp í aftur, settist bara inn í stofu og kíkti á póstinn minn og svona,,tók því bara soldið rólega á sunnudagsmorgni, hluti af heimilisfólkinu fór á fætur stuttu seinna. sævar byrjaði á að taka eldhúsið,,vaska upp og ganga frá og ég að taka til hérna í stofunni og ryksuga og svona,, alveg er það merkilegt hvað fólk gufar upp þegar að það er byrjað að gera eitthvað á heimilinu hmmmm

Við Sævar stefnum á kolaportið í dag til að fá okkur vestfirskan harðfisk, það er eini staðurinn sem hægt er að fá almennilegann harðfisk, er búin að reyna eitthvað þurrt papparusl í bónus og ojjjj að það skuli vera hægt að selja manni þetta sem harðfisk.

jáa og svo ætla ég að hitta Dóru,Guðbjörgu og fleiri á stelpukvöldi á þriðjudaginn það verður örugglega bara gaman kíkja í bíó og á kaffi hús eða eitthvað ferlega sniðugt.

já Dóra mín bókin kemur maður verður bara að vera smá rólegur og mér líst líka rosalega vel á að hitta ykkur berglindi til að fara aðeins yfir þetta allt saman, manni veitir svo sem ekki af þar sem hugmyndirnar koma sko ekki á silfurfati. ég er eins og þú frekar hugmyndasnauð og er því dagurinn frekar tilbreytingarsnauður hjá mér eins og þér. Hlakka til að heyra í þér og sjá :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Hæ hæ darling,ertu nokkuð hætt að blogga,eða var helgin svona erfið að það þurfi nokkra daga í hvíld hehehe.... ?? en annars vona ég að þú sért byrjuð á kúrnum góða aftur og komin með bókina,mér fannst það ekkert mál að byrja aftur, eftir allt svindlið :) en annars hafðu það gott elskan og heyrumst,kv. Dívan.

Dóra Maggý, 17.10.2006 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband