18.10.2006 | 10:21
long time no see
já það er orðið langt síðan ég hef eitthvað skrifað hérna inn en það er búið að vera frekar mikið að gera.
Það var kattasýning um helgina þannig að dagarnir á undan fóru í undirbúning, baðaði t.d 7 ketti á föstudaginn enda tók það bara allan daginn og langt fram á kvöld. mættum svo upp í Reiðhöll Gusts um kl 7 á laugardagsmorguninn. magga kom svo ásamt Garðari og Páli litla og voru með okkur allan daginn enda voru þau að sýna litla strákinn sinn hann Gutta. Persarnir voru ekki teknir upp í dóm fyrr en um miðjan dag en þau fengu öll frekar góða dóma, ég var nú reyndar soldið hissa á því að fressinn minn hafi fengið þann dóm að nebbinn sé bara meðal stuttur hahahaha en hún vill sennilega hafa nebbann aftur á hnakka en hún var rosalega hrifin af systrunum og þær eru einmitt með nefið lengst inn í hausnum :) en það er sem sagt fyrir mestu að öll fullorðnu dýrin mín fengu stigin sín, en ég var pínu hrædd um að Didde fengi ekki stigið sitt því að hann er með þennan svakalega skallblett fyrir neðan annað eyrað, en dómarinn á laugardeginum sá það ekki sem betur fer.
Á sunnudeginum var líka bið á því að persarnir væru dæmdir en biðin var sko alveg þess virði dómarinn sem við fengum var rosalega hrifinn af litlu vicktoríu, þó að hana vanti eitthvað þá er bara eitthvað við hana sem maður heillast af, og það sýndi sig þarna, um leið og ég kom með hana að dómaraborðinu þá stóð dómarinn upp til að kíkja aðeins á hana, og leika smá við hana, hún greip hann greinilega strax. hún fékk mjög fína dóma og í rauninni betri en ég átti von á því mér finnst hún vera með soldið sítt nef en hann setti í rauninni ekkert út á það, svo bar hann hana saman við annan kettling og sagði að Hjarta hans tilheyrði algerlega victoríu og honum þætti þetta erfitt þess vegna en hann myndi senda hinn kettlinginn áfram því hann væri einfaldlega betri. Ég var sko alveg sammála honum og alveg sátt en auðvitað var ég samt svolítið montin með það sem hann sagði :) hann var búin að gefa henni BIV sem þýðir best í lit og ég var rosalega ánægð,hann valdi hana líka sem sinn uppáaldskött og svo var hún ein af uppáhaldsköttum gesta en þar voru 5 kettir jafn stiga háir.
Systurnar Lilac og Droopy fengu alveg geðveika dóma og hann skrifaði á dómara blöðin hjá þeim báðum að þær væru "high in qualiti" og sagði svo að sá/sú sem ræktaði Lilac gæti verið mjög stoltur, sem ég og er. hann talaði líka um að hann hafi verið svolítið hissa að sjá hversu margir colorpointar væru hérna í "high qualiti" það var auðvitað líka gaman að heyra, að maður væri þá kanski alveg á réttri leið og væri að gera góða hluti, þó maður hafi alveg fengið það svona óbeint frá ákveðinni mannesku að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera,,, þarna fékk ég viðurkenningu á því sem ég er að gera í dag og ég er svo ánægð að ég er eiginlega ennþá á bleiku skýi.
Samantektin er sem sagt að Lilac fór úrslit báða dagana og fyrri daginn var hún best snyrti síðhærði kötturinn og fór úrslit seinni daginn fyrir best snyrta. Gutti fór í úrslit á sunnudeginum og litla Victoría var best í lit á sunnudeginum, uppáhaldsköttur dómara og ein af fimm uppáhalds köttum gesta sýningar.
Á mánudaginn var maður sko bara þreyttur og fór sá dagur að mestu leyti bara í leti, nennti ekki einusinni að taka allt dótið sem tilheyrði sýningunni til, það lá bara eins og hráviði hér um allt en svo tók ég mig taki í gær og tók til og svona svo að manni líður mun betur núna.
Lífið er víst eitthvað meira en kettir og kattasýningar. Einkasonurinn ætlar greinilega ekki að gera það endasleppt þessa dagana, nú er hann hættur í einni vinnunni enn,,,hann ætlar jú ekki að vera að vinna á stað sem vinir okkar eru líka og blaðra öllu í okkur eins og t.d þegar að hann ekki mætir og þess háttar þannig að nú er hann farinn að slæpast eina ferðina enn og finnst það greinilega bara gott líf þó að við hérna heima séum nú kanski ekki alveg sammála því, enda vitandi það að þetta kemur bara allt saman til með að enda með ósköpum, ekki spurnig um hvort heldur frekar hvenær.
________________________________________________________________________
ÁTAKIÐ
hmmmm hvað er það ;)
já eftir svindlið þarna í síðustu viku hefur sko ekki verið neitt átak í gangi en ég er búin að verða mér úti um bókina og ég ætla að hella mér út í að stúdera hana og fer að að byrja á þessu prógrammi aftur.
Athugasemdir
Hæ, hæ. Gaman að heyra að það gekk svona vel á sýningunni:) og til hamingju með það:) Kannski maður sjái ykkur í afmæli hjá Almari:) Bæjó María.
María (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 11:11
Hæ hæ og til hamingju með vel heppnaða sýningu,en núna er bara að henda frá sér öllu gamni og byrja aftur á LLK,lesa bókina og efla hugmyndabankann,stöndum saman með það dæmi ;) en gott að fá blogg frá þér aftur,eftir langa pásu,var farin að sakna þín darling... hehehe.. kv. Dóra díva.
Dóra Maggý, 19.10.2006 kl. 00:45
takk fyrir síðast... ALLIR hér eru enn að jafna sig eftir þetta allt saman...heh það var svo gaman að vera á sýnunguni ég held meiri segja að ég svíf enn á bleiku skýi...hehe við ætlum að Reyna að koma aftur í mars;)sjáum til hvort við komum keyrandi...hehe þú skilur... ég þarf kanski hjálp að finna nafn... hefur hugmyndir... um ræktendarnafn... ?? hehe hafið það gott öll saman og knúsaðu litlu prinsessuna frá okkur hér... heyrumst... kveðja magga beck;) ps.páll segjir enn að sigga á SNúllu með sér SEGJIR það VIÐ ALLA...hehe bæbæ
margrét beck (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.