20.10.2006 | 17:03
pælingar um innflutning gæludýra
Jæja þá eru loksins komnar inn myndirnar frá sýningunni en ég er búin að ver að ströggla við að búa til nýtt albúm hérna á síðunni en ekki tekist fyrr en núna, það kom alltaf upp einhver villumelding en það er sem sagt komið í lag og myndirnar mínar komnar í viðeigandi albúm.
Ég er mikið búin að vera spá í óréttlætið sem við búum við hérna heima í innflutningsmálum hunda og katta, mikið var kvartað þegar að einangrunarstöðin í Hrísey var eina starfandi einangrunarstöðin, svo kom kona fram á sjónarsviðið sem boðaði nýja tíma í einangrunarmálum, einangrunin hin nýja átti að vera rétt hjá flugstöðinni. Frábært þá þurftu dýrin okkar ekki að ferðast yfir hálft landið til að komast á áfangastað jú hún lofaði að við gætum heimsótt dýrin okkar og svo var talað um að það yrði séð til þess að dýrin væru böðuð og vel tilhöfð hmmmm nú þegar að stöðin er tekin til starfa þá er nú fátt sem staðið er við. Við fáum ekki að heimsækja dýrin, þau eru klippt niður ef þau þykja of feldmikil og tala nú ekki um allan kostnaðinn jú hún er víst búin að fá til starfa hundasnyrti en halló nú borgum við sem sagt spes fyrir það, þó að það sé tekið fram að feldhirða sé inn í verðinu.
Við erum eitt af örfáum löndum í heiminum sem búum við það að þurfa að setja dýrin í einangrun, meira að segja bretar hafa afnumið einangrunina að því til skyldu að dýrið hafi þar til gert pet passport og til þess að fá pet passport þarf dýrið að fara reglulega til dýralæknis og fá sínar sprautur og annað, Afhverju í ósköpunum getum við ekki gert slíkt hið sama, við hvað erum við svona hrædd.
Þetta gerir okkur sem erum að rækta t.d mjög erfitt fyrir að fá inn nýjar blóðlínur í okkar stofn því herlegheitin kosta jú ekkert smá. Fyrir mig sem kattarræktanda kostar núna 150.000 að senda eitt dýr í einangrun en hækkar víst í 165.000 í febrúar á næsta ári. 20.000 kostar það mig að fá leyfi fyrir því að flytja inn dýrið og svo eru það skattar og gjöld af flutningskostnaði og kaupverði dýrsins.. ´þa er eftir að telja kostnaðinn við öll test úti,flutningsbúr og flutning og svo verðið á dýrinu sjálfu, það er að vísu kostnaður sem maður þyrfti að leggja út í þó að einangrunin væri fyrir hendi en maður gerði það með glöðu geði ef ekki kæmi til þessi tæpi 200.000 sem maður borgar fyrir innflutninginn.
en hvað er hægt að gera???? verður maður ekki bara að borga og brosa ef að manni langar til að halda áfram þessu áhugamáli og langar til að gera eins vel og maður telur sig geta... en já óréttlátt er þetta.
Tala nú ekki um sýningarnar..... það væri sko alveg draumur ef við gætum ferðast með dýrin okkar á milli landa á sýningar, en eins og staðan er í dag þá er það algerlega ómögulegt. það getur tekið kött á meginlandinu 1-2 ár að ná titlinum EC (Europian Champion) á meðan að við hérna á litla einangraða Íslandi þurfum að vera heppin til að ná því á 6-7 árum, þá þar líka dýrið að mæta á allar sýningarna sem í boði eru (4 á ári) í 6-7 ár og fá líka stigið sitt á hverri einustu sýningu. þá er dýrið líka oft á tíðum komið á eftir laun hehehehe eða sem sagt hætt að nota það í ræktun.
Athugasemdir
Vááá !!! hvað kisurnar þínar voru fallegar á sýningunni og búrin alveg frábær,þú og þínir eruð algjörir snillingar og dugleg við kettina,og þetta með innflutninginn,finnst mér bara allt gert til að gera þetta sem erfiðast,sem gerir þetta ógerlegt fyrir þá sem langar,en getur það ekki fjárhagslega vegna þessa..... en ég heyri fljótlega í þér,ætla að eiga við albúmin á mánudaginn,kv. Dóra.
Dóra Maggý, 20.10.2006 kl. 23:07
ekki smá skrítið með innflutningsmál hérna á íslandi þetta er geðveiki...að þurfa að borga svona mikið...ég er alveg sammála þér að þetta er óréttlátt..!!!!!!!!
magga beck ;Þ (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.