Enn af Maine coon kettlingunum

þeu braggast bara rosalega vel og þyngjast og þyngjast. Ég var að setja nýjar myndir inn á síðuna þeirra www.mco.fjalldrapa.com  öll eru þau búin að opna augun og svona. og þá er líka farið að líða að næsta goti og það er nú vonandi að það verði ekki nema 2-3 kettlingar eða svona "normal" stærð á goti, þetta verður nefnilega alveg svakalegt þegar að allir verða komnir á stjá. Ég er nú sem betur fer búin á fá lánaða hvolpagrind til að halda þeim aðeins í skefjum svona til að byrja með en hversu lengi það heldur hahahaha það veit maður ekki. 3 got með nokkura vikna millibili er rosalegt og verður vonandi ekki aftur en þetta hefur allt sínar ástæður í þetta skiptið :o))

Meira af kisum en litli Inferno sem átti að koma frá Noregi á miðvikudaginn kemur kanski bara ekkert fyrr en eftir heilann mánuð .... ræktandinn gleymdi að gera eitt testið og eru ekki miklar líkur á að þetta náist allt saman fyrir tilsettann tíma,, því miður fyrir okkur öll því það þýða meiri peningaútlát, eins og þetta kosti nú ekki nóg. Það þýðir að ég tapa þeim peningum sem ég er búin að borga inn á einangrunina og hún þarf að gera öll test upp á nýtt !!! þannig að það er slatti. Æji en það er vonandi að þetta reddist þó að ég sé nú ekki bjartsýn á þetta.

Þá eru páskarnir að verða búnir en þetta er búið að vera mjög rólegt og notalegt, reyndar nokkrar veislur eins og gengur (er einmitt á leið í eina) en rólegt þess á milli. Borðuðum rosalega góðan mat í gærkveldi og auðvitað fullt af súkkulaði í páskaeggjaformi, það er nokkuð öruggt að kílóin fjúka ekki af manni þessa dagana en þá verður maður bara að reyna að herða sig eftir páskana hahahahha.

læt þetta duga úr Árbænum í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Við eigum Maine Coon skvísu, þetta eru frábærir kettir.  Til hamingju með kettlingana!

Kv. Kristín og Þórhildur.

Þórhildur og Kristín, 24.3.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband