Kominn til landsins og beint í Einangrun!!!!!

já loksins er hann kominn til landsins, litli strákurinn :o))) Eftir langt og strangt ferðalag frá Norðurpólnum eða þar um bil. hann þurfti að taka tvö innanlandsflug áður en hann komst í vélina sem flutti hann hingað heim svo að hann var að vonum þreyttur við heimkomuna.

Inferno.5mnd.13

já flottur er hann ekki satt :o))   mig hlakkar svo til þegar að hann hefur lokið sinni fangavist og fær að koma heim.

Fékk símtal frá einangruninni í gærkveldu um það að hann væri kominn alla leið og allt hefði gengið samkvæmt áætlun, þetta er eitthvað annað en maður hefur átt að venjast, hingað til þegar að maður hefur verið að flytja inn nýjann einstakling þá þarf maður svoleiðist að hamast á símalínunni til að ná í einhvern til að fá einhverjar upplýsingar. en núna er bara þjónusta!!!! og það er bara hringt í mann,,, vonandi bara að restina af einangruninni verði eins og maður fái reglulega upplýsingar frá þá fólki líka sem veit eitthvað um viðkomandi dýr.

og svo meira af kisumálum þar sem ég er nú á kafi í þeim þessa dagana, kanski örlítið meira en venjulega þar sem maður er að standa í innflutningi og að reyna standa sig sem ljósmóðir hérna með mjög stuttu millibili. Kettlingarnir hennar Lante eru orðnir 18 daga gamlir og dafna bar fínt og það án mikilla afskipta frá mér þrátt fyrir að vera heilir 9 talsins og þá er komið að næsta goti en Bína kemur sennilegast með sitt got í dag eða á morgun.

Það væri nú ekki dónalegt að fá gotið í dag!!! þar sem ég fæddist nú þessum degi fyrir heilum 38 árum síðan. Ekki er nú ætlunin að halda upp á það með neinum hætti nema að setja kanski á eina eða tvær brauðtertur svona fyrir gesti og gangandi.

Hafið það gott elskurnar

luv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg

hæ hæ, til hamingju með daginn og já það væri nú ekki leiðinlegt að fá eins og 5-6 stk af litlum fjórfættum börnum á þessum góða degi.

kíki kannski í kaffi brauðtertu í dag

Big love

lil sys

Guðbjörg , 27.3.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband