29.3.2008 | 18:38
þá er maður orðinn árinu eldri...
og finn ég neinn mun á mér þó að ég sé spurð að því daglega og oft á dag núna undanfarna daga hvort að ég sé ekki komin með fleiri hrukkur og svona hahahahhahahaha enda er maður aldrei eldri heldur en maður er í hjarta sér og huga :o))))) þannig að ég er ekki deginum eldri en 17.
héðan er bara allt fínt að frétta , ég er að vísu á bakvaktinni núna en Bína á að fara að gjóta svona hvað á hverju en hún er komin 3 daga fram yfir, svo að ég er bara hérna heima og bíð spennt. Ekki það að ég hefði nú samt verið heima þó að þetta stæði ekki til hehhehehe en það mátti nú reyna að telja ykkur trú um að þá væri ég sennilega að gera eitthvað svakalega merkilegt hahahahahaha.
Hinir kettlingarnir dafna bara svakalega vel og eru orðnir svaka boltar bara,,, það er í rauninni alveg ótrúlegt hvað þetta stækkar hratt.
Ég kem nú aftur hérrna og segi ykkur frá því þegar að Bína er búin :o))))
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.