1.4.2008 | 01:37
Maine Coon fjölgun á heimilinu
Bína er loksins búin að gjóta og fékk hún 5 myndarleg börn, öll yfir 100 gr og skiptingin var 2 stelpur og 3 strákar. nokkuð gott það. nú er ég komin með svo mikið af kettlingum á heimilið að ég er búin að þurrka upp biðlistann og get sett inn á kynjakattasíðuna að það séu kettlingar á lausu en það er eitthvað sem ekki hefur skeð áður með MCO kettlinga,, það hefur alltaf verið biðlisti. En það er lika bara gaman að því og að fólk sjái þá að það er eitthvað að gerast í MCO ræktuninni hérna heima.
Inferno er auðvitað bara í sinni einangrun og mér skilst að hann sé bara rosalega ljúfur og góður kisi og það sem hann hefur svona til tilbreytingar er að sitja út í glugga á fangaklefanum sínum og horfa á rjúpurnar spígspora fyrir utan, ekki dónalegt útsýni það. ég hlakka mikið til að fá hann heim en það eru alveg rúmar 3 vikur í það ennþá.
Annars er lítið að frétta af okkur hérna heima nema kanski að ég hef verið frekar langt niðri undanfarið og veit ekki alveg hvernig ég á að rífa mig upp , geri mér fulla grein fyrir þessu öllu og reyni að halda andlitinu en sama er maður verður víst að reyna að gera eitthvað en þeir vita það sem hafa upplifað þetta að það er bara meira en að segja það,, kanski líður þetta bara hjá en þetta virkar líka svolítið á mig þannig að ég verð rosalega orkulaus svona fyrir utan félagsfælnina og allt það líka og er fegnust ef að ég þarf ekki að fara neitt og get verið bara hérna heima. Ég hef svo sem alveg nóg að gera hérna heima þar sem þetta er stórt heimili hvort sem talað er um tví eða ferfætlinga. Fór í fermingu í gær og leið frekar illa þar og var bara fegnust þegar að ég komst heim aftur en það hjálpaði mikið að bæði mamma og Alexandra voru með.
jæja læt þetta duga í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.