Jæja þá í þetta sinn, snjórinn kominn aftur og ég sem hélt að nú væri bara komið vor!!!! nei sko aldeilis ekki og maður er sko minntur á það með mjög reglulegu millibili hvar á þessari jarðkringlu maður býr. Það sem ég er búin að fá nóg af snjónum þennan veturinn Úffff en nóg um það maður verður víst að reyna að vera pínu jákvæðari í hugsun.
Ég er búin að fá fréttir af Inferno í einangruninni og þar gengur allt eins og í sögu og hann er búinn í þessum 2 testum hann þurfti og það kom allt saman flott út :))) Ég búin að borga allt sem viðkemur honum eins og einangrunina tolla og gjöld þannig að núna á ég hann með húð og hári :) og ekkert að gera nema að bíða eftir að fá hann heim :) hér gengur líka allt sinn vanagang með kettlingana þau stækka og dafna, annað gotið með minni aðstoð en hitt gotið sér mamman alfarið um sjálf sem er jú bara lúxus. Svo fer 3ja gotið að bætast við núna á næstunni,,, þetta verður nú meira fjörið, maður minn en svo er nú líka komin pása og það koma ekki fleiri MCO got fyrr en seint á árinu eða í byrjun næsta.
Heimilislífið gengur svona sinn vanagang, ég og Hanna erum heima með börnin og þá meina ég Heima hahahaha enda förum við sárasjaldan nokkuð út. Alexandran mín horfir á Stubbana hérna svona 3-5 x á hverjum morgni og hefur mikið gaman af og erum við allar orðnar gegnum sýrðar af stubba lögunum, enda kann hún þetta orðið utanbókar og talar með þeim hahahaha ætli það verði nokkuð langt í að Sævar litli fari að horfa á þetta líka :))
yfir og út
Athugasemdir
Hæ Hæ, ég þekki þetta með stubbana, fékk algjört ógeð eftir síðasta barn, spurning um að fela stubbaspólurnar fyirr þeim yngsta ;)
Ég hlakka til að sjá fleiri myndir af Inferno, hann er algjört bjútí !
kv.Sif
Sif í eyjum (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.