19.4.2008 | 00:31
betra seint en aldrei hehehehe
jiiii hvað ég hef sko ekki verið dugleg hérna á blogginu mínu enda svo sem alveg yfirdrifið nóg að gera á stóru heimili, bæði að reyna að halda heimilinu svona þokkalegu og svo auðvitað að hugsa um alla þessa fjórfættu unga mína. Það er svo gaman að þeim og þau rifna svoleiðis út núna og um að gera að njóta þeirra þennan stutta tíma sem að þau stoppa hjá okkur þó að þeta sé heljarinnar vinna. Dagurinn hjá mér byrjar nú yfirleitt á kassahreinsun og svo eru það börnin,,, þar þarf að gefa nyjan mat og hreinsa til og sótthreinsa, vigta og leika smá til að þau verði nú eins mannelsk og hægt er :o)) það er svolítið fyndið að ég ryksuga inn í gerðinu hjá þeim á hverjum degi og í byrjun voru þau svo dauðskelkuð úr hræðslu að þau reyndu að troða sére út um rimlana en núna eru þau farin að venjast þessu aðeins og þó að þeim sé nú alls ekki vel við ryksuguna þá þora þau alveg að hreifa sig á meðan ég er að, svo skúra ég yfir gólfið hjá þeim með sótthreinsandi og það finnst þeim nú ekki minna scary hahahah þá hvæsa þau og næsum hrækja á mig, þegar að ég svo sest inn hjá þeim til að handfjatla þau og svona þá er bara allt búið og bara svakalega gaman að vera til.
Nú svo var það gotið hennar Bínu þar rifna kettlingarnir heldur betur út ,, þau eru svo miklar bollur að maður er eiginlega hissa á að þau velti ekki bara um í bælinu hahahhaha þau eru nú orðin 3ja vikna, þetta líður alveg ótrúlega hratt. Bella eignaðist einn kettling þann 11 apríl en hann var því miður dáinn þannig að hún fékk fósturbarn, eina litla dömu frá Bínu og gengur það bara svona glimrandi vel.
Annars er allt fínt að frétta hérna frá okkur, litlu ömmubörnin mín eru spræk og alltaf brjálað "fjör" hérna með þau. hún Alexaandra mín er mjög orkumikil stelpa og er það eiginlega oftar en ekki að maður er bara þreyttur þegar að hún fer að sofa á kvöldin en auðvitað er hún sko bara yndislegust eins og litli bróðir hennar :) ég hefði eiginlega bara ekki trúað því hvað ég fæ mikið út úr því að vera amma og ég eiginlega hugsa til þess með hrillingi að þau eigi eftir að flytja bara frá mér einn góðan veðurdag. Ég held að ég sé bara svona svakalega háð þeim hahahahahaha spurning hvort að það sé til einhver meðferð við því hahahaha því auðvitað kemur að því að Hanna og Helgi fari og finni sér eigið húsnæði. Æji það er kanski eitthvað sem bara venst eins og allt annað, ég vona það allavega.
jæja ég er að spá í að fara að sofa núna enda verður víst nóg að gera á morgun, þá ætlum við að fara í Sandgerði til guðbjargar og Axels og halda áfram með kisuklóruna sem við (reyndar aðallega Axel hehehehe)erum að smíða því það duga víst engar venjulegar klórur fyrir þessa maien coon kisur :) það lætur allt undan þessum gentle giants :)
sí jú leiter
Athugasemdir
Ég sé greyin alveg í anda að reyna að flýja ryksuguna ;) ég get alveg t´ruað því að það sé nóg að gera hjá þér, enda stórt heimili.. en leiðinlegt með kettlinginn hennar Bellu en það er samt frábært að hún hafi fengið fósturbarn :)
kveðjur frá Eyjum,
Sif
Sif í eyjum (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:40
Þú ert svoooo rík af öllum þessum grísum þínum Maður getur bara ekki beðið eftir litlum ömmugrísum sjálfur. Annars er ég að verða alvöru frænka því Beggi bróðir og frú eru bara farin að bíða eftir sínum fyrsta grís saman og notebene fyrsta eigin grís Begga brósa. Kveðja og vona að Dóran okkar fari að koma í bæinn því vð virðumst aldrei hittast nema þegar hún er á ferð blessuð kellingin
The suburbian, 19.4.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.