23.4.2008 | 10:23
Maine Coon kettlingar.
ég verð bara að setja þessa mynd hérna af maine coon ketlingunum sem eru orðnir 6 vikna.Það er sko ekki auðvelt að taka mynd af 9 kettlinga got og ætlast til að allir horfi fram hahahaha enda fór það svo að það sést bara í hluta af hópnum.
en finnst ykkur þau ekki æðisleg ?
Allt fínt að frétta héðan svona annars. Sitjum hérna á hverjum morgni og horfum á stubbana, allar myndirna svona 2-3x eða allt þar til að Alexandra fer að leggja sig :) maður kann þetta orðið vel utan að og barnið líka en hún skemmtir sér samt yfir þessu og vill bara meira og meira.
Núna held ég að langþráð vorið hljóti að vera komið, búið að vera hérna hátt í 10° í nokkra daga og svo er jú sumardagurinn fyrsi á morgun :) Maður er sko alveg búinn að fá yfir sig nóg af vetri í bili og kanski ekkert bara í bili,,, ég held að ég myndi nú bara ekkert gráta það þó að við fengjum aldrei meira að sjá snjó !
Athugasemdir
Hæ, hæ. Vá hvað þeir eru æðislegir þessir maine coon kettlingar. Algjörar dúllur. Þetta er ekkert smá flott kattarklóra sem Axel var að gera og ekkert smá stór! Annars bara allt gott, hef verið eitthvað löt í blogginu enda ekkert að frétta þannig séð. Sjáumst bráðlega, kveðja María.
María (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:27
Þeir eru æðislegir, það er ekki hægt að þræta fyrir það :)
Flott kattarklóran, algjör snilld, og gangi þér vel á morgun að sækja Inferno :) ég hlakka til að sjá meira af honum...
kv.Sif
Sif Sig (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.