3.11.2006 | 09:52
ef þú giftist, ef þú bara giftist...........
úf já þaðer sko heldur betur búið að sjokkera mann núna undanfarna daga, eins og ég sagði í síðustu bloggfærslu þá er að taka við heljarinnar veislu undirbúningur en það sem ég vildi ekki segja hérna þá er að Hanna björg og Helgi tilkynntu það á mánudaginn að þau ætluðu að gifta sig um leið og þau myndu láta skíra litlu snúlluna úfffff það er ekkert smá og það eru ekki nema 4 vikur til stefnu og af þeim er ég viku í burtu. alla vikuna höfum við verið að reyna að redda hinu og þessu, fórum og keyptum brúðarkjól og slör og svo er búið að vera að reyna að fá sal og það var sko ekki það auðveldasta, salirnir eru allstaðar uppteknir og ef ekki þá kosta þeir hjartað úr eða eitthvað en það endaði svo með að við fengum sal suður í Hafnarfirði sem er bara fínn,,,hann mætti svo sem ekki vera minni en kemur alveg til með að ganga,,,þröngt mega sáttir sitja hehehehe. svo hefur verið einhvr vandræðagangur um það hort að það eigi að hafa kökur eða mat en ég held að það sé komin niðurstaða með kökuveislu því salurinn bíður eiginlega ekki upp á mataveislu fyrir þetta margt fólk. já sem sagt allt á fullu.
Í gær var farið með litla kisuprinsinn minn í geldingu og náði ég í hann rétt eftir hádegi og fór með hann heim hahahaha hann vissi greinilega ekki hvað var í gangi því það fyrsta sem hann gerði þrátt fyrir að geta ekki staðið alveg í lappirnar (eftir svæfinguna) var að reyna að hoppa á eina læðuna, þetta var nú eiginlega frekar fyndið dæmi að sjá.
Í afmælinu hjá Guðbjörgu systir þann 1. nóv (Til Hamingju með daginn litla systir :))) þá tilkynntu Óli og María að þau væru ólétt og eiga að von á sér í júní þá var ég nýbúin að fá fréttir af fjölgun hjá Viktoríu ....Ást og hamingja liggja greinlega í loftinu þessa dagana Til Hamingju Allir !!!!!
fullt af Afmælum líka þessa dagana Guðbjörg systir og Guðrún Ásta 1 november Gunnar Blöndal 2. november Andrea Rún 3 nóv (í dag) og svo Kristófer 10 november TIL HAMINGJU ALLIR!!!!!!!
jæja svo er verið að halda til útlanda í fyrramálið, þetta verður örugglega lengur að líða en maður ætlaði ú upphafi þar sem hugurinn verður mikið heima í öllum þessum undirbúningi,,og áhyggjur af því hvort að þetta eða hitt sé búið og þar fram eftir götunum en ég ætla að reyna að nota tímann til að kaupa eitthvað af því sem að vantar þannig að það séu þó allavega einhver not af mér þó í útlöndum sé :)
Athugasemdir
takk fyrir kveðjurnar til barnana,og úfffff....það er aldeilis hamingja og læti á þínum bæ,og til hamingju með þetta allt saman góða skemmtun úti og heyrumst,kv. Dóra.
Dóra Maggý, 3.11.2006 kl. 11:49
TIL hamingju.... með þetta allt saman...óskaðu hönnu og helga til hamingju frá okkur her frábært að þau gifta sig bara... ég er bara stollt af þeim... ;) ég er alveg hand viss að þú átt eftir að skemmta þér alveg rosalega þarna úti... ég bara öfunda þig að fara... haha ;) heyrumst... og SKEMMTU þér... ;)
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 17:14
Vertu velkomin heim ;) ég skipa þér að láta myndir af ferðini ;) kveðja magga og co
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.