Fermingarholskeflan

já það má sko með sanni segja að það sé alger holskefla þetta árið, það eru heil fimm börn að fermast innan fjölskydunnar sem þýðir auðvitað tilheyrandi kostnaður. Það styttist nú óðum í að ég fari að standa í þessu líka en það er nú ekki nema eitt ár í að ég láti ferma litla barnið mitt, já yngsta barnið svo að það verður nú í síðasta sinn sem ég stend í þessu. Við erum nú þegar  farin að spá aðeins í það hvernig þetta á allt að vera enda ekki seinna vænna hahahaha hún ætti nú að fá að vita dagsetningu fljótlega í haust og þá munum við byrja undirbúning um leið, þetta verður sko ekki gert allt á síðustu stundu eins og síðast enda endaði það með heimaveislu því að allir salir voru uppbókaðir. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig núna að við verðum bara gestir í eigin veislu,,,,sem sagt kaupa alla þjónustu og mat og þurfa ekki að gera neitt nema að mæta. það kostar jú eitthvað meira en ég held að það sé bara alveg þess virði,,, að vera ekki alveg búin á því í veislunni sjálfri.

Svo eru það páskarnir og ég er að vinna um alla páskana en það góða er að þetta er síðasta vinnuhelgin mín þarna í sjoppunni,,,jiii minn  hvað ég er ánægð með að vera að hætta. Það getur nú samt verið að ég fái aðra vinnu svona á nóttunni,,,á bar ,,, það ætti að vera soldið öðruvísi þar sem maður er ekki að vinna til kl 7 á morgnana heldur lokar þar kl 3 og maður ætti þá að vera kominn heim um 4 í síðastalagi. þá er helgin ekki alveg ónýt þó að maður sé að vinna eins og þegar að maður er þarna í sjoppunni.

Ég er búin að vera að vinna að heimasíðu fyrir vinafólk mitt sem er að byrja að rækta ketti og fer allur minn tími í það þessa dagana en það gerir nú svo sem ekkert til þar sem mér finnst þetta bara svo hrikalega gaman :) Það verður nú samt örugglega ekki hægt að puplishera henni fyrr en eftir páska því að netþjónustan opnaði ekki fyrir aðganginn í gær eins og þeir lofuðu og auðvitað er allt svona lokað núna í einhverja 5 daga. Þessi símafyrirtæki og netþjónustur eru allar eins lofa alltaf að gera miklu meira heldur en þeir geta staðið við.

já svo eru komnar í heimsókn til mín 2 kisur sem ætla að vera hérna í viku til 10 daga, læðan er kettlingafull og kemur hún sennilega til með að gjóta hérna hjá mér þar sem áætlaður tími hennar er eftir 5 daga, hahahaha þá verð ég sem sagt ljósmóðirin :) þetta er lítil og nett silvur persa læða og ég bíð bara spennt eftir að fá að sjá litlu kettlingana hennar ,, annar er hún svo nett að ég hef nú grun um að þetta sé nú ekki meira heldur en bara einn eða í mesta lagi tveir kettlingar hjá henni. Vonandi bar að hún komi þá með allavega einn læðu kettling því að stefnan hjá eiganda læðunnar er að halda eftir einum læðuketting. En já þetta verður sem sagt spennandi að fylgjast með og fá að taka þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband