Nýji Maine Coon högninn kominn heim :)

Jæja þá er stundin loksins komin sem við höfum beðið svo lengi eftir, en nýji högninn okkar er loksins kominn heim efir 4 vikna einangrun í Hrísey.

Inferno

Ég verð að segja frá því að ég er svo ánægð með þessa nýju einangrunarstöð eftir að hafa flutt inn í gegnum bæði gömlu Hríseyjarstöðina og svo Hafnirnar og svo núna þessa nýju í Hrísey þannig að ég hef sko alveg samanburðinn,,, öll samskipti við Kristinn í Hrísey hafa verið hin bestu og hef ég alltaf fengið svör við öllu sem ég hef viljað vita og regluleg update af stráknum mínum svo mér til mikillar furðu þá fékk ég vel útfyllta dvalarskýrslu líka, það var meira að segja tekið fram á henni hvenær var leikið við Inferno og svo auðvitað allt annað eins og vigtun 1x í viku og allt það. Og hvernig hann sjálfur kom út úr einangruninni var alveg einstakt hann var ekki hræddur við okkur og bara mjög kelinn og bara æðislegur í alla staði Ég vil bara nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur og það er sko alveg á hreinu hvert næsta kisa frá mér fer!!!

En hérna af okkur er bara allt fínt að frétta, við Sævar fórum norður í Skagafjörð á fimmtudaginn til Jóns og Siggu að sækja hann Inferno og við tókum Alexöndru með okkur. Við stoppuðum hjá þeim i 2 sólarhringa í sveitinni og fanns Alexöndru það bara hreint æðislegt,, að geta verið úti að leika sér að vild og fá að skoða öll dýrin já þetta vara auðvitað bara frábært fyrir hana, merkilegast fannst henni þó að kálfurinn skyldi fá að drekka úr pela hahaha

Tóta fær pela

en svo fékk hún að hjálpa til með ýmislegt eins og að gefa rollunum

sveitin 046

Og sækja eggin..

sveitin 109

Þannig að það var nú ýmislegt brallað :)))

svo þegar að við ætluðum að halda heim á leið ákváðum við að koma við á króknum því auðvitað gleymum við ekki Dórunni okkar en þá hittum við hana bara óvænt á rúntinum og svo í Skagfirðingabúð þar sem hún bauð upp á Prins polo ;) en hún var mikið upptekin pæjan á leið í afmæli og svona þannig að við verðum bara vona að við hittum betur á næst hahahaha en við sendum sko okkar bestu baráttukveðjur á krókinn Dóra mín og ég hlakka til að heyra í þér,,,,,sem allra allra fyrst !!!!!!!

Nú þegar að við komum í bæjinn vorum við frekar mikið þreytt efetir þetta ferðalag en fórum nú samt til Guðbjargar sys í gær til að reyna að halda aðeins áfram með wanabe matjurtagarðinn okkar og þar var sko tekið á

010

en svo var grillað á eftir og allir sáttir með daginn held ég bara :) En í dag er maður heldur í slappara lagi , með harðsperrur um allan skrokk hahahahahaha greinilega ekki í neinni þjálfun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er æðislegur!!! til hamingju :)

Sif Sig (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:22

2 identicon

Til hamingju með prinsinn. Gaman að heyra þetta með Hrísey. Yndislegar myndir úr sveitinni og henni Alexöndru, hún er greynilega aðal myndefnið.

Kv Ragna Vigdís

ragga (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband