14.5.2008 | 09:54
smá myndablogg
jæja gott fólk loksins gefur maður sér tíma í smá blogg, það er nú ekki eins og maður sé búinn að sitja algerlega aðgerðarlaus hérna heima með 8 manns í heimili 14 kettlinga og svo auðvitað öll fullorðnu dýrin :) ooonei hér er sko nóg að gera, þrífa ,elda,klappa, klóra,kemba, leika og allt það hahahahaha.
við erum líka búin að fara til Guðbjargar sys til að halda áfram með grænmetisgarðinn okkar og þetta kemur bara nokkuð vel út held ég enda fengum við góða hjálp
þó að sumir fylgdust bara með af áhuga
Við fórum líka í vikunni og heimsóttum Villimey Gabríelsdóttir
Sævar Óli var frekar pirraður enda á fullu í tanntöku og slebbi slef er eiginlega viðurnefni hans þessa dagana
og svo hérna ein af Alexöndru Nótt þegar að hún var að fara frá ömmuömmu og afaafa
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur og kominn mikill sumarhugur í okkur hérna enda hefur veðrið alveg verið þannig undanfarna daga og bara vonandi að við fáum ekki eitthvað svona síðbúið hret eins og kemur jú svo oft.
kveð í bili :) hafið það gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.