Hjá dýralækninnum

jæja þá er maður loksins búinn að fara með fyrri strolluna til dýralæknissins í fyrstu sprautu og örmerkingu.

við mættum á dýraspítalann í Garðabæ

Dýralæknastofan Garðabæ

 Með allt liðið :)

Beðið eftir að komast að

og var Kodou fyrst skoðuð í bak og fyrir

Kodou hjá Dagmar dýralækni

og svo var það Ablai sem kom næstur, hér er hann hlustaður og þessi fíni hjartsláttur :)

Ablai hlustaður 

 og svo var það stóra systir hún Awa, hún var sú eina sem lét í sér heyra, enda langt frá því að vera ánægð með þessi vinnubrögð okkar Dagmars dýralæknis.

Awa var ekki ánægð

svo kom Saffie með sitt jafnaðargeð og var sko bara alveg sátt við að láta hlusta sig

Saffie hlustuð

Fatma var teygð út og suður hahahaha, verið að skoða fæturnar hennar.

Fatma skoðuð 

Fatou er hér í augnskoðun

Fatou fékk líka augnskoðun

Nei takk sagði Kunta Kinte,,ég sá hvernig þið hafið farið með systur mínar,,,,,,ég er farinn......

Kunta Kinte vill alls ekki láta pota í sig :)

Jojo nokkuð róleg yfir þessu og vill bara komast að sem fyrst

Jojo bíður spennt eftir að fá að tala við Dagmar 

Aisa! hefurðu ekki örugglega burstað tennurnar þínar??

hefur Aisa allar tennurnar?

og hvernig ertu í fótunum Aisa mín? er ekki bara allt í fína?

Aisa skoðuð 

þannig var sem sagt dagurinn okkar í dag í máli og myndum :)

nú eru allir dasaðir eftir daginn og liggja bara hér og sofa út um alla íbúð :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

awww en krúttlegt, ég get alveg trúað því að þeir vilji ekkert vera að láta sprauta sig ;)  nú styttist bara í yngra gotið ;)

kv.Sif

Sif (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband