6.6.2008 | 14:20
brjálað að gera!!!
Héðan frá okkur er nú bara allt fínt að frétta, reyndar búið að vera mjög mikið að gera en það koma jú svona dagar koma jú líka :) en Eldri kettlingarnir hafa verið að fara að heiman svona eitt af öðru og svo höfum við verið að gera svona smá breytingar hérna heima þar sem einkasonurinn er búinn að ákveða að reglur heimilisins séu of strangar fyrir hann svo hann ákvað að flytja út...... þá fórum við í að mála herbergið hans BLEIKT fyrir unglinginn á heimilinu og kisurnar komnar með eigið herbergi :) og ömmubörnin komin með sitt eigið leikhorn þar sem ég var með búrin áður... og auðvitað allir hamingjusamir. Búr og náðhús allt komið inn í herbergi þannig að ekki þarf að vera með þetta út um alla íbúð enda enginn smá pakki að vera með 7 náðhús hahahahahaha.
ég set hérna inn smá myndband núna en reyni að setja inn myndir af kettlingunum seinna
Athugasemdir
jiii hvað þetta eru miklar dúllur !! nú er ég svo spennt að það hálfa væri nóg að fá gullmolann minn heim :) :) takk fyrir myndirnar og vídjóið krútta :)
Sif (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 17:05
Æ hvað þetta er nú sætt..... bíðum spennt eftir stelpunni okkar.... pallurinn að verða klár knús og kossar frá okkur ;)
Rósa á Sigló (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:41
Það verður viðbrigði þegar það hefur fækkað um 14 ketti á heimilinu og þessir nebbalausu verða aftur í meirihluta :)
Siggi og Bangsi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 02:00
Hmm það áttu einhverjir af þeim að verða eftir þannig að það verður ekki alveg svona mikil fækkun en viðbrigði samt og örugglega rólegra :)
Siggi og Bangsi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.