Komin Heim ;)

Jæja þá held ég að það sé alveg kominn tími á færslu, enda ekkert smá langt síðan ég hef skrifað nokkurn hlut hingað inn. Við komum heim frá Hollandi á sunnudaginn og guð hvað það var gott að koma heim,,,reynda komum við aðeins við í Hafnarfirðinum því að María pæja var með smá kaffiboð í tilefni þess að hún átti afmæli deginum á eftir. Til hamingju með daginn Maria !!!!The Happy Sisters Jolly Cola

Það var rosalega fínt úti í Hollandi, hjónin voru auðvitað alveg yndisleg eins og bara alltaf og var byrjað á því þegar að við komum heim að sýna okkur lítinn seal point fress og okkur sagt að við mættum eiga hann ef að við vildum,,, þau eru sko alveg ótrúleg en já sem sagt þau vildu að við fengjum hann í staðinn fyrir Pim þar sem að hann dó í vor en auðvitað var það ekkert þeirra að bæta hann á nokkurn hátt þar sem hann dó af alveg eðilegum orsökum og við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar að við fengum hann að hann gæti alveg dáið snemma þar sem að ann var orðinn ágætlega gamall. Þessi litli seal point fress er algjört æði, mjög stuttur með alveg extra stutt skott en grófa beinabyggingu hann er með stuttann nebba en það eina sem ég sé að honum akkúrt núna að er að nebbinn mætti vera hærri og ég sagði það við þau og sögðu þau þá að við skildum bara sjá aðeins til og athuga hvort að hann ætti ekki eftir að fara aðeins upp,  kettlingurinn er jú bara 9 vikna núna svo ýmislegt getur skeð, nú ef ekki þá ætlar hún að para sama par aftur til að reyna að fá betri fress með sömu línur. Hann er nefnilega með nýtt blóð fyrir okkur þessi. Við ákváðum í sameiningu að strákurinn skyldi fá nafnið Jolly Cola :)

Við fórum á CFA katta sýningu og það var ferlega gaman því þetta er svo allt öðruvísi en maður á að venjast hérna heima á FIFe sýningunum. Við heimsóttum annan himalayan ræktanda og fengum svo í heimsókn bæði þann ræktanda og svo Abysiniu ræktanda sem hafði reddað mér lyfjum og svona sem ég tók með mér heim. Við fórum líka í dýragarð og svo fórum við auðvitað í einhverjar búðarferðir þar sem við versluðum eitthvað smotterí hehehehe,,,,fylgir það ekki alltaf þegar að maður fer svona til útlanda :)

það er nú búið að vera bara frekar rólegt hérna heima síðan að við komum og ekki mikið gert, mikið bara slappað af þó svo að ferðin ahfi nú ekki verið neitt erfið þá tekur samt alltaf smá tíma að jafna sig. Í dag tókum við þó skurk á íbúðinni og tókum alrýmið vel í gegn og breyttum aðeins í stofunni til að búa til pláss fyrir jólatréð já jólatréð það eru að koma jól og maður er ekki búinn að gera nokkurn skapaðann hlut, ég sé nú reyndar ekki fram á að gera mikið í skreytingarmálum núna alveg á næstunni þar sem mesta orkan fer nú líklegast í að undirbúa brúðkaup og skírn, en ég ætla nú að reyna að gera eitthvað.Ég er nú svo mikið jólabarn og ég vil byrja að skreyta snemma til að geta notið jólaljósanna sem lengst.

en jæja ætli ég láti þetta nú ekki nægja í bili enda orðin þreytt.

sí jú leiter gæs

ps: Magga!!!! það eru komnar myndir í albúm sem heitir Holland 2006 ;) þar eru líka myndir af litla seal point fressinum :):):):):):):)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Hæ hæ og velkomin heim,þetta hefur sko verið skemmtileg ferð,búin að skoða Holland 2006,og Jolly cola er sko algjört krútt  en gangi ykkur vel með undirbúning skírnar og giftingar,og já auðvitað með þetta allt,alveg heilmikið svona rétt fyrir jólin,segðu svo að það gerist aldrei neitt hehehe...en við heyrumst,kv. Dóra.

Dóra Maggý, 16.11.2006 kl. 10:19

2 identicon

æji guð hvað hann er sætur...ég er bara ástfangin af honum hah vá ekki smá mikið krútt... ég er bara að bráðna að skoða myndirnar...hah  ekki smá...  haha hvenar færðu loksins fressið???

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 12:10

3 Smámynd: Sigríður Þóra

ef að allt gengur eins og það á að ganga þá ætti hann að koma í apríl eða mai en svo kemur hinn fressinn núna í desember :) svo að það er nóg um að vera,,,ég er voða spennt, já hann er elagjört æði pæði þessi litli strákur :))))

Sigríður Þóra, 16.11.2006 kl. 12:22

4 identicon

rosalega ertu heppin að fá hann fæ ég ekki bara kettling? undan honum ;)haha ég  er að safna ;)haha undan kanski báðum og þá á ég 3 kettlinga sem ég ætla að fá hjá þér... haha undan lilac og svarta fressinu og undan þessum 2 hah bið að heilsa ;)hah

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 13:12

5 Smámynd: Sigríður Þóra

hahahaha já ekki svo vitlaus hugmynd :)))

verður þá komin með fullt af Fjalldrapa kettlingum :))))

Sigríður Þóra, 16.11.2006 kl. 18:43

6 identicon

já haha ;;)  þú værir ek á móti því ;) hahah 

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband