17.11.2006 | 11:28
jólin.... jólin.... jólin koma brátt
Núna er farið að verða pínu jólalegt hérna heima, Sævar fór niður í gær og náði í jólakassana og byrjaði að setja upp seríur hérna í stofugluggann þannig að ég fór í það að rífa eitthvað upp úr kössum og er búin að setja svona eitt og annað upp. Ég á orðið nokkuð mikið af jólaskrauti þannig að það er nú bara komið brot af því upp en samt orðið pínu jólalegt. æji þetta er svo kósí, með þessi rauðu jólaljós svo að mér finnst bara um að gera að setja þetta svona snemma upp og geta notið þess í skammdeginu.
Já það er ekki nema rétt rúmur mánuður til jóla og ekki seinna vænna en að fara að byrja á þessu öllu saman, þarf að fara að setjast niður og skrifa jólakortin og versla kanski einhverjar jólagjafir en ég held að maður þurfi að reyna að byrja á að klára þetta umstang í kringum brúðkaupið, það er nú einhver slatti eftir þar.
Athugasemdir
bara ein komin í jólaskap...ég vildi óska að ég gæti farið svona snemma í jólaskap ;)haha ég segji bara fyrst þú ert komin í jólaskap Gleðilega jól ;)
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.