18.11.2008 | 09:57
smá uppdeit......
af okkur hérna á Ásabrautinni... en það gengur svo sem allt í sómanum, Elísabet slasaði sig að vísu á laugardaginn,, var að fá sér beyglu þessi elska og ekki vildi betur til en þegar að hún ætlaði að ná henni í sundur með beittasta hnífnum þá stakk hún honum á kaf í lófann á sér og við það dofnaði hún upp í vísifingri ásamt því að eiga í erfiðleikum með að hreyfa hann, þá var ekkert í stöðunni en að fara með hana í höfuðborgina á slysavaktina því ekki treystum við læknunum hérna suður með sjó betur en það að við erum vissar um að hún hefði bara fengið hóstamixtúru hjá þeim við blöðrubólgu!!!!! en þetta fór nú betur en áhorfðist og sem betur fer var taugin ekki í sundur heldur bara sködduð þannig að hún á alveg möguleika á að fá rétta tilfinningu í puttann aftur.
Nú vo fengum við persagot líka á laugardaginn :) það voru 3 strákalingar og ein prinsessa móður og börnum heilsast vel :-)
hér kemur fyrsti strákurinn
þetta er svo strákur númer 2
og svo sá síðasti af strákunum
og hérna er svo mynd af litlu prinsessunni
hvert öðru meira krútt :0)
hinir kettlingarnir dafna líka vel og má ég til með að setja hérna eina mynd af point kettlingnum sem mér finnst bara algjört æði
er til eitthvað sætara en lítill persa kettlingur........ nei ég held bara ekki.
Við erum alltaf að komast meira og meira í jólagírinn og erum við mæðgur eitthvað svona að velta fyrir okkur að fara að baka eitthvað smá hérna, já eitthvað bara svona til að borða á aðventunni nóg verður nú samt um jólin :) en í dag verður það nú samt örugglega ekki því við vorum svona að spá í að skreppa í borgina í dag og láta skoða nýja/gamla bílinn okkar og er ég þá að spá í að nota tækifærið og versla eitthvað af jólagjöfum í leiðinni,, allavega þær svona sem maður er búinn að ákveða og sjá svo hvort að maður finnur eitthvað meira sniðugt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.