jólastúss og fleira

Well well héðan frá okkur er bara allt ágætt að frétta við erum komin á fullt að undirbúa jólin bæði búin að fara og versla eitthvað af jólagjöfum skreyta eitthvað, þó aðallega setja upp jólaljósin nú svo var hérna bakað eitthvað smá og var svona að spá í að reyna að baka svo meira á morgun. Einkasonurinn er kominn í meðferð eina ferðina enn og vona ég að þetta verði nú eitthvað meira en bara hvíld frá tuðinu í okkur hérna heima, að hann sé að þessu svona af alvöru í þetta sinn það sem að alvara lífsins tekur svo við hjá honum eftir áramótin þegar að litla stelpan hans fæðist.

tveir persastrákar

 

annars er alltaf nóg að gera hérna hjá okkur í þessu dýrastússi, ég er með 3 persagot hérna heima núna og ég hef nú verið svo blessunarlega heppin að þurfa lítið að skipta mér af í þetta skiptið hjá þeim öllum, að vísu eru nú bara 1 kettlingur hjá bæði kastaníu og Candy en Lovely er með 4. Nú svo erum við jú með 2 hvolpa líka þannig að það er ágætt því næg er vinnan við þau, að húsvenja og svoleiðis.

hera og hektor

svo er auðvitað nauðsynlegt að leika smá og gefa svo verðlaun :)

Annars er búið að vera svoddan skítakuldi að það er helmingi erfiðara að húsvenja tíkina heldur en það var með rakkann,,, hún er jú nakin en ég held að veðurfarið sé ekkert að fara að breytast á næstunni svo að það dugar ekkert nema harkan sex


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með 3 barnabarnið sem er á leiðinni :) þú ert aldeilis orðin rík af barnabörnum svona ung !! geri aðrir betur :)

þessir hvuttar þínir eru alveg til að deyja fyrir, krúttttttin :)

kv.Sif

Sif Sig (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:13

2 identicon

Ohh hvað er gaman að allt gengur nú vel.... já og þú segir nú Gabba gaur að standa sig !  Hann er allt of flottur strákur til að vera í einhverju bulli.

 Knús og kossar frá okkur ;)

Rósa (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband