annasöm vika

Það er nú heldur betur búið að vera mikið að gera hjá mér núna undanfarna daga en ég ákvað núna í haust að ganga í kvennasveit björgunarsveitarinnir hérna á suðurnesjum og er ég búin að vera meira og minna uppi í björgunarsveitarhúsi núna undanfarna daga, þar er verið að pakka jólaóróum í fjáröflunarskyni

pökkun á jólaóróum

og áttum við að pakka 15000 eintökum sem er ekkert smá. við gerum þetta allt frá grunni og lengstann tíma tekur jú að brjóta allar þessar öskjur en þetta er röskur hópur fólks svo að þetta tekur 6-7 daga.

öskjur

Elísabetin mín og hún Hanna hafa verið þarna með okkur líka eins mikið og þær geta en Hanna skráði sig líka í kvennasveitina þrátt fyrir að henni hafi fundist þetta vera eintómar "kellingar" en henni finnst þetta svo bara lúmskt gaman líka hehehe

Hanna yfirsleikja

en svo hefur Elísabet verið í unglingasveitinni síðan í haust.

nú svo er auðvitað Alexandra upprennandi björgunarsveitarkona með yfirumsjón með þessu öllu saman

Alexandra Nótt

 

hérna heima hefur sko verið alveg nóg um að vera líka enda er maður með fullt hús af dýrum :)

kettlingarnir hjá henni Lovely voru alveg hætt að fá mjólk hjá mömmu sinni svo að ég hef tekið við því hlutverki að gefa að borða og þarf því að gefa pela nokkrum sinnum á dag, þetta var nú svo sem eitthvað sem að ég vissi að myndi ske þar sem Lovely hefur aldrei mjólkað fyrir börnin sín nema í einhverja daga eða kanski 2-3 vikur í mestalagi en hún er rosalega góð mamma og er alveg á fullu í mömmuhlutverkinu þrátt fyrir þetta, ég var að talka myndir af þessum krútt bombum núna í gær.

Hérna er litli nebbalingurinn okkar og heitir hann Quart Santa

Quart Santa

 og hérna kemur Quiet World sem er líka strákur

Quiet World

nú svo er það hann Q 4 U sem er þriðji strákurinn og sá sem ég er eiginlega alveg fallin fyrir enda algert bjútí :)

Q4U

að síðustu er það eina stelpan í hópnum en við skírðum hana Queen Of Hearts

Queen Of Hearts

þetta er rosalega flottur hópur svo að það væri nú gaman ef að þau fengju nú eigendur sem hefðu gaman af því að fara með þau á sýningar. Það er farið að vanta tilfinnalega persa inn á sýningarnar, í byrjun var alltaf mest af persum en núna fer þeim ört fækkandi og skógarkettirnir komnir í mikinn meirihluta, meira að segja fer Maine Cooninn að slá persunum við í fjölda þó að þar séu einungis til innan við 100 dýr á landinu.

Það gengur bara vel að undirbúa fyrir jólin, jólagjafa innkaupin langt komin og eitthvað búið að versla af jólamatnum nú og svo er búið að gera heimilið nokkuð jólalegt :) voða kósí með öll þessi rauðu jólaljós, ég hugsa að ég bara hafi þau hangandi upp fram á vor hehehe ég er líka búin að baka slatta en það er nú búið að stórum hluta svo að ég er að spá í að baka bara aðeins meira um helgina eða í næstu viku, já svona þegar að það fer að róast aðeins.

yfir og út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu það er ekki að spurja að því...... alltaf nóg að gera hjá þér... og ekki spurning um að virkja blessuð börnin bara strax í björgunarsveitina... he he en samt dálítð flott þið eruð nú bara 3 ættliðir að störfum þarna.

En rosalega eru flott litlu persabörnin.  Verð að segja þér að mér finnst nebbalingurinn Quart Santa hrikalega krúttlegur... ekki að það sé neitt einfalt að gera upp á milli en það er bara eitthvað við hann ;* sem ég sé...

Svo er náttúrulega bara allt gott að frétta héðan Brandur springur bara út á einhverjum ljóshraða... verður sennilega voða stór og flottur ;)

En kveðjur og knús á ykkur öll frá mönnum og dýrum héðan úr suðurgötunni...

Rósa (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband