24.12.2008 | 10:34
Gleðileg Jól
hérna er allt að verða komið í fín mál :) og jólin geta farið að koma. Við fórum í árlega skötuveislu í gær
mmm þetta var rosalega gott.
svo fórum við heim til að klára svona restina af undirbúning. ég fór í að gera eplapie og sjóða rauðkálið að ógleymdum frómasnum þannig að nú eru eftirréttirnir tilbúnir.
Einkasonurinn kom heim af Staðarfelli í gær, æji hvað það var nú gott og gaman að sjá hann, hann lítur svo vel út, búinn að raka af sér hárið og svo allt skeggið sem gerði hann svo miklu eldri í útliti. við fórum beint í búð að fá á hann jólaföt því hann á ekkert sem mömmunni fannst nógu snyrtilegt hehehehe honum fannst það nú alger óþarfi
en nóg um þetta nú ætla ég að fara að undirbúa jólagrautinn sem við ætlum að hafa núna í hádeginu því svo ætlum við að skunda í hana Reykjavíkina og deila út pökkum og hitta aðeins á hana Hönnu mína sem ætlar að vera með litlu fjölskylduna sína hjá tengdaforeldrunum um jólin og við verðum í mat hjá mömmu og pabba. þetta verður svolítið skrítið að hafa ekki Hönnu hjá okkur,,þetta eru fyrstu jólin sem við erum ekki með öll börnin heima!!!!
mynd svona í lokin af nýjasta parinu á bænum,, það hefur mikið gengið á hérna .v ið sem héldum að hún Jojo væri kettlingafull en það hefur greinilega bara verið einhver gerfiólétta því hún er á há breimi hérna núna og Ferno lætur það sko ekki fram hjá sér fara :)
Ég vil bara óska ykkur öllum sem koma hérna við Gleði og Friðar yfir hátíðirnar og hafið það sem allra best.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.