24.1.2009 | 08:54
hæ hó
Ég er nú ekki duglegast bloggari í heimi hahaha mér finnst nú svo oft að maður hafi ekki frá neinu merkilegu að segja enda er ég mikið bara hérna heima að hugsa um dýrin mín stór og smá en samt jú jú það hefur gengið á ýmsu síðan síðast. hér hafa tvær læður gotið og gengur það bara þokkalega og verður þetta svolítill hópur sem verður hérna á ferðinni eftir 4-6 vikur hehehe það verður fjör.
ÞAð er rosalega gaman að hafa Hönnuna mína hérna uppi því núna droppa þau við hérna á hverjum degi og ég fer til þeirra. Ég tók mig aðeins á í handavinnunni og keypti mér lopa því nú á að prjóna á barnabörnin,,,kjól á hana og peysu á hann, ég hef ekki prjónað svo árum skiptir held ég bara eins og ég var nú dugleg við þetta hérna einu sinni, þetta byrjaði nú ekki sem best, var búin að prjóna c.a 25 cm upp þegar að ég sá að ég yrði að rekja það upp og er því komin á byrjunarreit aftur en ég ætla nú ekki að gefast upp fyrir því.
Ég hef verið í svaka læknastandi alla vikuna en ég vaknaði einn morguninn með ský fyrir öðru auganu og fór til augnlæknis til að láta kíkja á þetta og var svo send í áframhaldandi rannsóknir út frá því og reyndist þetta vera blóðtappi í augnbotni og skaðinn varanlegur,, þetta var nú frekar mikið sjokk en sem betur fer fyrst að þetta þurfti að koma þá kom þetta þarna en ekki við heila eða eitthvað svo maður verður bara að vera jákvæður. Ég á nú eftir að fara í einhverjar fleiri rannsóknir ásamt því að vera auðvitað komin á blóðþynnandi lyf, maður bara krossar putta og vonar að það komi ekkert slæmt út úr þessum rannsóknum. Vegna þessa hef ég verið slæm í auganu og höfðinu og tolli ekki lengi í einu við í birtu, líður eiginlega best að vera bara í myrkri en vonandi líka að það fari að lagast um leið og bjúgurinn minnkar í auganu.
Í dag er aðalfundur hjá Kynjaköttum og ætla ég að reyna að mæta þar en treysti mér ekki til að sitja á árshátíðinni og hef nú svo sem ekki efni á því heldur :)
Athugasemdir
úff, þetta eru ömurlega fréttir, vonandi verður þetta ekkert meira og að allt komi vel út úr rannsóknum !
kv.Sif
Sif Sig (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:00
já ég er sko sammála með það að það sé gott að vera komin upp.. er ekki eins ein og svona.. en já mamma mín við krossum 10 fingur og 10 tær um það að allt komi vel út úr rannsóknunum :)
Mömmu stelpan :) (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.