Brúðkaup, Skírn og Afmæli á fyrsta degi í aðventu..... geri aðrir betur

Jæja þá er þessi brúðkaupsdagur að kveldi kominn og allir mjög lúnir eftir mikinn eril undanfarna daga en jafnframt mjög ánægðir með daginn. hann tókst bara rosalega vel þrátt fyrir mikinn kvíða fyrir honum. það gekk nú ekki þrautarlaust að gera þessa blessuðu brúðartertu en það tókst þó eftir 2 daga vinnu. í morgun var vaknað upp fyrir allar aldir til að koma sér suður í Hafnarfjörð til að skreyta salinn, vorum komin þangað kl 8 að staðartíma, það gekk bara nokkuð vel undir stjórn Ingu Hönnu og með hjálp frá fullt af fólki. svo var farið á Arnarhraunið með brúðina enda varð jú að greiða,farða og klæða hana í föt sem hæfðu þessum stóra degi :) Guðrún vinkonu bjargaði andlitinu á mér, mömmu og dætrum mínum en Rúrí frænka á heiðurinn af því að við mættum ekki til veislu með úfið, reitt og tætt hár ,,,,Takk stelpur þið eruð æði. það var mikið hlegið og haft gaman á meðan á því stóð enda varð allt svo tæpt á tíma að um tíma var óttast um að brúðurin yrði of sein í eigið brúðkaup hehehe en nei þetta hófst nú allt saman þrátt fyrir mikið stress síðasta klukkutímann fyrir athöfn. Svo mikið var stressið undanfarna daga að það hefur eiginlega svolítið gleymst að það átti að skíra lítið barn þennan dag,,hana Alexöndru,það fattaðist í morgun að skírnarkjólinn hafð ekki verið þveginn og strokinn, ekki hafði verið saumað bleikt á kjólinn og enn síður var munað eftir að setja barnið í hvíta safellu svo að það skein einver texti í gegnum skírnarkjólinn (mamma mín er lang lang best sást í gegnum kjólinn)

Athöfnin var yndisleg í alla staði og presturinn bara æði, séra Bjarni kom þessu öllu svo skemmtilega frá sér og hafði þetta svo létt og skemmtilegt, maður næstum gleymdi því að maður var í kirkju. þegar Hanna og Helgi voru orðin hjón og Alexandra búin að fá nafn frammi fyrir Guði og mönnum héldu þau í myndatöku en við hin í veislusalinn að setja lokahnútinn á allt þar (eða það sem Eva og Sigga voru ekki þegar búnar að gera...takk fyrir allt í dag stelpur ;) )og svo var bara beðið eftir brúðhjónunum og litlu rósadós. Veislan tókst bara rosalega vel í alla staði og eru bara allir sáttir held ég.

litla fjölskyldan

Nú erum við"gömlu "bara hérna ein að slappa af í öllu draslnu og nennum hreinlega ekki meiru í dag, litla fjölskyldan farin í brúðkaupsferð í sumarbústað og verða fram á miðvikudag svo að það verður örugglega fremur einmanalegt í kotinu þessa daga en örugglega nóg að gera samt við að koma íbúðinni í stand aftur hehehehe

en svona að lokum vil ég óska henni dóttur minni til hamingj með afmælið, stóra stelpan mín varð nefnilega 19 ára í dag á brúðkaupsdaginn sinn. Að hugsa sér að það séu komin heil 19 ár síðan að frumburðurinn fæddist, heil 19 ár síðan að ég varð mamma og nú er þessi litla stúlka líka orðin mamma,,,,ég sem er bara ennþá 17!!!!!!!!!!!!!!!!

 

 búin að setja myndir frá deginum hér http://thinkpink.blog.is/album/brudkaupfrumburdarins/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The suburbian

Innilega til hamingju með afkomendurna þína Sigga mín. Vona að þið öll njótið gæfu og hamingju alla daga. Kv. Berglind.

The suburbian, 4.12.2006 kl. 11:14

2 identicon

til hamingju með stelpuna og tengdarsonin  og líka með nafnið á litlu skvís

hafðu það gott

kv magga og co

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband