8.12.2006 | 17:46
Allt að færast í eðlegt horf að nýju.
þá er allt að komast í svona nokkuð eðlilegt horf loksins eftir mikinn og stóran viðburð. Á mánudaginn var ég með harðsperrur um allan líkamann, það eitt segir mér heilmikið um streituna sem fylgdi þessu og álaginu en mér leið ekkert rosalega vel að hitta allt þetta ókunna fólk í veislunni, enda hélt ég mig mjög mikið bara hjá fólkinu mínu sem ég þekki svo vel.
Auðvitað þurftu að fylgja þessu smá leiðindi,,,,, en kom það til vegna þess að það þurfti að skera niður gestafjölda vegna smæð salarins sem við fengum leigðann. Já en það var bara ein fjölskylda sem gerði leiðindi yfir því að börnunum var ekki boðið, ég er svona að spá í eitt,,, ef að ég geri eitthvað fyrir fólk þá vil ég gera það af heilum hug og er ekki með kröfu um að það sé endurgoldið en það er greinilegt að sumir gera ekkert nema með skilyrðum en nefna aldrei þessi skilyrði. við fengum að heyra að það væri ömurlegt af okkur að bjóða ekki börnum þessa fólks eftir allt sem þau hafa gert fyrir okkur, hmmm fyrirgefiði en það var ekki ég sem bauð í þessa veislu!!!! þeim var nú bent á að náskyldum ættingjum hefði ekki einu sinni verið boðið (fólk sem er reyndar lítið samband við) en þeim fannst það samt allt annað mál. Ég bara á ekki til orð yfir þetta. Þetta hefði nú örugglega verið öðruvísi ef að ég hefði verið að gifta mig og boðið til veislu en sama er,,, eftir svona lagað þá held ég bara svei mér þá að ef að einhverntíman kemur að því að ég gifti mig þá geri ég það bara í kyrrþey og hana nú. Ég nenni ómögulega að standa í einhverri fýlu og veseni útaf því hverjum er boðið og hverjum ekki.
Á þriðjudaginn fór ég í smá kisuferð með Rögnu norður í Skagafjörð , já þetta var bara svona skot túr, rennt norður um morguninn og aftur heim eftir mjaltir hehehe þetta var rosalega gaman og gaman að sjá litlu kettlingana þarna fyrir norðan. Nú fer að styttast í að litli Blue komi til landsins og ætla ég rétt að vona að þetta gangi upp í þetta skiptið en hann á að koma á miðvikudaginn og losnar svo sennilega úr einangruninni 12 janúar, ég hlakka rosalega til að sjá hann almennilega :) Svo verða þetta nú svona hálfgerð kisujól hjá okkur þar sem við tökum á móti 2 gotum um jólin og eru bæði gotin mjög spennandi, þó sérstaklega gotið hennar Lovely. Nú er Lilac að nálgast 2 ára þannig að ég ætti að geta farið að para hana og bíð ég því spennt því ég er búin að fá vilyrði fyrir svo rosalega flottum fress fyrir hana. ég er svona að vonast til að geta parað hana einhverntíman fljótlega eftir áramót.
núna ætla ég að fara að reyna að koma öllu í stand fyrir jólin enda ætti að vera nægur tími,ekkert annað sem liggur fyrir eins og er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.