9.12.2006 | 22:18
Nú er úti veður vott og verður allt að klessu....
Það er alveg með eindæmum hvað við ætlum að fá oft vond veður núna á þessum vetri, núna er enn ein lægðin yfir landinu og alveg kolvitlaust veður. hmmm það er nú gott að þurfa ekkert út núna.
Ég er búin að vera að þrífa og svona dúllerí í dag og skrapp svo í búðina að versla smá í matinn en hef svo verið að skrifa í jólakortin í kvöld, voða notalegt að geta bara setið hérna inni á meðan að Kári karlinn er alveg brjálaður :))
Skrapp aðeins með Vallý vinkonu í Góða Hirðinn í gær og hitti Bjössa þar æji hvað það var nú gaman að hitta hann, það er svo langt síðan maður hefur eitthvað frétt af honum en hann fór víst í hjarta aðgerð í vor og er svo búinn að vera að drepast í bakinu í sumar,,,með brjósklos já maður verður nú að fara að kíkja á kallinn , svona þegar að sævar er kominn í land og svona.
annars er bara allt í góðu hérna hjá öllum, Sævar bara á sjónum en hann ákvað að taka afleysinga túr á einum Granda togaranum þar sem ekkert miðar í útborgunarmálum hjá útgerðinni sem að hann var hjá. Hann kemur í land á fimmtudag og stoppar í einhverja 30 tíma en fer svo einn túr enn fyrir jól.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.