11.12.2006 | 14:30
mikill léttir
Ég skrapp með Vallý í kolaportið í gærmorgun og svo fórum við í kringluna á kaffi hús og fengum okkur kaffi, þetta var voða notalegt því það er svo svakalega langt síðan að við höfum gert eitthvað svona saman eða bara hist yfirhöfuð bara svona tvær, báðar erum við jú með fullt hús af börnum og getum þarafleiðandi sjaldan spjallað saman svona bara í friði og ró. Hittum Svönu og Adda í kringlunni og var það voða furðulegt andrúmsloft og vandræðalegt og Addi óskaði mér ekki einusinni til hmingju með krakkana,,,jæja hann verður bara að eiga þetta við sig, ef að hann ætlar að vera í fýlu endalaust yfir því að börnunum hafi eki verið boðið í þetta brúðkaup þá hann um það, ég læt hann sko ekki eyðileggja neitt fyrir mér í þeim efnum.
Nú styttist óðum í að Blue komi til landsins og hringdi kallinn í Landbúnaðarráðuneytinu (vá hvað þetta er langt orð) og sagði mér að pappírarnir hans hefðu borist á föstudaginn og allir væru þeir í lagi,,það var bara eins og stór steinn væri tekinn úr maganum á mér enda veit maður aldrei hvar meður hefur þesssa stofnun. nú tekur bara við einangrunarferlið sem er að vísu langt og strangt, maður fær ekki einusinni að heimsækja litla kútinn sinn þó að maður sé bar liggur við í næsta húsi. En maður hefur víst ekkert um það að segja og verður bara að fara eftir því sem að fyrir mann er lagt í þessum efnum. Þó sækir að mér smá kvíði fyrir því hvernig hann kemur til með að koma út úr einangruninni,,,maður hefur jú heyrt ýmsar sögur um hvernig dýrin koma út úr þessu. vonandi bara að allt fari vel að lokum.
Athugasemdir
þetta fer mjög vel ég trúi því hafðu engar áhyggur með það... kveðja Magga
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.