smá jóla hugleiðing

Það er alveg svakalegur hraði í þjóðfélaginu, það eru að koma jól og allir að keppast um að kaupa sem mest og stærst fyrir sig og sína, kaupmenn hafa opið fram á nótt í búðunum til að missa nú ekki af allri þessari verslun og geðveikin verður æ meiri og aldrei meira en nú, enda talað um að núna á Þorláksmessu verði slegið met í smásölu. 

Mér varð hugsað til þeirra sem ekki geta tekið þátt í þessu að neinu leiti hvort sem viljinn er fyrir hendi eða ekki ,hugsað til þeirra sem ekki sjá fram á að geta borðað góðan mat á jólunum eða geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir.Maður má ekki gleyma því sem liðið er eða hvaðan maður kemur, Ég leið sem betur fer aldrei neinn skort sem barn en ég veit þó að foreldrar mínir voru ekkert rík, en við fengum alltaf einhverja nýja flík um jól, við fengum alltaf góðan mat og alltaf fengum við jólagjafir.

Ég hef samt gengið í gegnum þennan pakka að eiga ekki fyrir jólunum, eiga ekki einu sinni fyrir mat dag eftir dag.

 Ég hafði flutt til Svíþjóðar í november og átti ekki neitt, ég hafði selt allt það litla sem ég átti hér heima og flutti út með börnin mín 3 sem þá voru bara pínu lítil, eitt af því fá sem ég tók með mér var rúmin okkar, fötin og eitthvað annað lítilræði. Ekkert af því sem mér hafði verið lofað stóðst þannig að ég stóð uppi í ókunnu landi, mállaus og alls laus með já 3 lítil börn og það voru að koma jól.Ég hafði þarna í desember lítillega kynnst Íslensku pari á sama aldri og ég var á en bara lítillega. Ég hafði mikið reynt að redda okkur fjárhagslega en ekkert gekk. Á Þorláksmessu hafði enn lítið gengið, í stofunni hafði ég fyrir utan einn stól og sófa sem ég hafði keypt á 2000 ísl.  sófaborð sem ég bjó til úr 2 pappakössum og einn lítinn skáp sem hafði einhverntíman verið hluti úr skrifborði. Í eldhúsinu var ég með garðhúsgögn úr plasti (úr rúmfó)Ég hafði ekki getað keypt neinar jólagjafir fyrir börnin mín og ekki heldur neinn jólamat, allir skápar voru tómir og ískápurinn eins og eyðimörk fyrir utan hangiketslærið,baunadósir og egils malt og appelsín sem mamma og pabbi höfðu sent okkur og það ætlaði ég sko að spara þar til á jólunum.Þarna sat ég ásamt börnunum mínum í kvöldmatnum og átum hafragraut eins og svo oft áður því það var það ódýrasta sem ég gat fengið en jafnframt svolítið næringarríkt. Mér leið ömurlega og var með grátinn í kverkunum og átti svo bágt með að halda aftur af tárunum en reyndi þó eins og ég gat, barnanna vegna að vera sterk.

Ég gleymi aldrei, nei aldrei á meðan að ég lifi tilfinningunni þegar að ég sá þessa konu sem ég hafði lítillega kynnst, koma framhjá eldhúsglugganum, þarna þar sem við börnin sátum. Hún kom eins og engill færandi hendi með nokkra poka af mat, hún færði okkur meira að segja poka af sælgæti svo að börnin fengju nú sælgæti á jólunum, hún kom með jólatré til að setja upp í stofunni og hún kom með jólagjafir til barnanna sem hún var búin að merkja til þeirra frá mér og svo kom hún með sjónvarp sem hún lánaði okkur svo að það yrði nú einhver dægrastytting. Ég get svo svarið fyrir það að þarna settist ég bara niður og réði ekki við mig lengur og bara hágrét eins lítið barn. Við áttum yndisleg jól þetta árið, allt þessu fólki að þakka.Eftir jólin fór svo allt að ganga mun betur hjá okkur og hlutirnir fóru að ganga upp með góðri og mikilli hjálp frá þessu pari. Enn í dag fæ ég tár í augun af tilhugsuninni einni saman um þetta kvöld.

Þau voru mínir jólaenglar.

 Í dag þakka ég fyrir að hafa þessa reynslu, ég held að maður kunni betur að meta það sem maður hefur í dag og líka að geta sett sig spor þess fólks sem hefur það ekki eins gott en það er sko ekki allra að geta sett sig í þessi sporÉg vona bara að sem flestir geti borðað góðan mat á jólunum í ár og verið með þeim sem þeim þykir vænst um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta snart mig ekkert smá mikið, sat hér við tölvuna og bara tárin runnu niður. (Held að það hafi nú ekki verið út af óléttunni sko) Já maður ætti að þakka meira fyrir það sem maður hefur, og vera ánægður með sitt. Ég veit að ég er mjög heppin, á tvær alveg yndislegar fjölskyldur sem ég elska út af lífinu og er mjög þakklát fyrir, sérstaklega hann bróður þinn. Hann er minn engill og hann hefur kennt mér svo mikið og hjálpað mér svo mikið. Já ætli að það sem ég hafi ekki viljað segja er að ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst ykkur og þykir mjög vænt um ykkur.  Haltu áfram að vera þú, þú ert frábær:) og getur bara allt sem þú tekur þér fyrir hendur.  Kveðja María.

María (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 11:46

2 identicon

Vá ég er sammála ég bara táraðist ... úff rosaleg reynsla... ég veit samt að þú átt eftir að hafa góð jól þetta árið ;)kv magga

magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 14:15

3 identicon

Já þú hefur upplifað margt Sigga mín, ekki vissi maður að þetta hefði verið svona slæmt. Takk fyrir að deila þessari sögu með okkur. Ég veit að þú ert ótrúlega sterk og dugleg manneskja..hafið það sem allra best um jól og áramót vona að við hittumst oftar á því næsta. kveðja, Haddý

hafdis (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband