30.4.2006 | 12:44
Grasekkja
þetta er nú búið að vera frekar erfið vika, Sævar fór á sjóinn fyrir viku síðan og kemur svo bara heim hálfsmánaðarlega en er búinn að vera á dagróðrum í heilt ár, mér finns þetta bara hrilalega erfitt og er alveg greinilegt að ég er bara orðin allt of háð honum. Það kom svo óvænt upp á að hann kom heim í gær og verður heima þar til á morgun og mér finnst það alveg æðislegt.
Strákurinn virðist ætla að beyla á þessari vinnu sem að hann er í núna, eina ferðina enn. Hann er ekki búinn að mæta í heila viku og hefur enga afsökun fyrir því, bara að hann meikar það ekki að mæta í vinnuna, ég held að það sé eitthvað að hjá honum, svona án gríns þá held ég að það sé einhver félagsfælni og jafnvel kvíði sem er að hrjá hann því þetta fer alltaf í þetta sama far hjá honum þegar að hann er búinn að vera að vinna í svona 3-4 vikur, þá gefst hann bara upp eða eitthvað.
Ég fór með Hönnu í sónarinn á mánudaginn, váá hvað það var gaman, þetta er orðið svo svakalega skýrt. Við fengum að vita að hún á von á lítilli prinsessu. það var heldur betur fjör í þeirri litlu á meðan við vorum í sónarnum , það var eins og hún væri að jóla alveg á fullu. Ég fór í Hagkaup og keypti garn í kjól á prinsessuna og er að verða búin með hann, þá er bara að fara og ná sér í meira garn og prjóna eitthvað meira. Það er svo miklu meira gaman að prjóna finnst mér á stelpur heldur en stráka, það er einhvernvegin hægt að gera svo miklu meira dúllerý.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.