23.12.2006 | 21:58
Gleðileg Jól
jæja þá er komin Þorláksmessa og allt bara að verða klárt, ég er búin að jólabaða allar kisur nem litlu óléttínurnar mínar sem fá sitt jólabað bara þegar að þær eru búnar að gjóta. Svo er búið að taka til og þrífa og meira að segja búið að skreyta allt, eina sem er eftir er að skúra og er ég að hugsa um að gera það bara á morgun því ég er að fara að vinna núna á eftir og kem sennilega ekki heim aftur fyrr en upp úr kl 7 í fyrramálið. en dagurinn á morgun verður bara svona hefðbundinn, möndlugrauturinn borðaður í hádeginu og frómasinn búinn til svo verðum við fjölskyldan bara í rólegheitunum að dúlla okkur fram eftir degi ásamt því að elda jóla matinn sem er hamborgahryggur að venju.
Þessa aðventuna hef ég verið mjög meir og mikið hugsað til þeirra sem minna mega sín og ákvað að gera smá góðverk, ég get ekki annað sagt en að mér líður rosalega vel með það. Það eru ekki allir jafn heppnir að hafa nóg fyrir sig og sína. Ég ætla að vona að sem flestir sem geta hafi látið gott af sér leiða á einhvern hátt fyrir þessi jól.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Athugasemdir
Gleðileg jól kæra fjölskylda og hafið það sem allra, allra best. Kveðja, Berglind & co.
The suburbian, 24.12.2006 kl. 17:03
gleðilegt nýtt ár... ég ákvað að óska þér /ykkur ;) kv magga og páll
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 16:33
á ekki að skella myndum af krúttunum ég er bara búin að kýkja á hverjum degi og ENGAR myndir... hehe hafðu það gott kv magga
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.