5.1.2007 | 10:21
Mikið í gangi á stóru kisuheimili !!!!
Gleðilegt ár allir saman!!!!!
úff það er langt síðan ég hef eitthvað skrifað hérna inn og mikið búið að ske síðan síðast. Jólin voru yndisleg í alla staði en við vorum hérna heima á aðfangadagskvöld ásamt Hönnu, Helga og litlu prinsessunni. Þvílíkt pakkaflóð..... það tók okkur örugglega um 3 tíma að taka upp og allir fengnu eitthvað þarflegt og fallegt. Við kíktum svo í kaffi suður í Hafnarfjörð seinna um kvöldið og svo fórum við í mat í Hafnarfirðinum á jóladag en við stoppuðum þó ekki nema stutta stund því að ég átti jú alveg eins von á að Lovely færi að gjóta hvenær sem var. Annan í jólum vorum við svo bara heima í rólegheitunum og eins 3ja í jólum en þá kom Lovely með kettlingana sína, 2 colorpoint stelpur, eina tortie bröndu, eina blá krem,,,kanski bröndu og svo einn color point strák.sem sagt 5 kettlinga.
Um áramótin fóru Hanna og litla fjölsk. í mataboð til tengdaforeldranna en við hin vorum hérna heima í matnum en svo fór Elísabet til Tönju en Gabríel var heima framyfir miðnætti. Við ákváðum að vera bara heima vegna allra kattanna og eins áttum við von á öðru goti hvað á hverju. Við vorum svo að passa litlu Alexöndru um nóttina svo að það var bara allt í rólegheitunum þannig séð,,,nema auðvitað var litla skottan ekkert á því að fara að sofa með ömmu og afa svo hún hélt uppi fjöri til 04:30 á nýársdagsmorgun, þá loksins náði afinn að svæfa hana hahahahaha.
2 í nýári fæddust svo 4 kettlingar, 2 strákar og 2 stelpur. Þannig að núna er ég með 9 kettlinga úfff það verður eitthvað fjör eftir einhverjar vikur þegar að þau verða farin að hlaupa hérna um allt og leika sér hahahhahaha já þá held ég að maður verði sko að passa vel upp á hvar maður stígur niður.
Það hefur sem betur fer gengið vel með litlu krílin ennþá og ég hef ekki þurft að skipta mér neitt af þeim, mömmurnar mjólka og allt í góðu og vonandi verður bara framhald á því og að ég þurfi ekkert að grípa inn í með pelagjöf.
Ég er ekki farin að setja neinar myndir inn á vefinn ennþá af kettlingunum en fer að gera það svona þegar að þau eru búin að opna augun og svona, annars opnaði svarta tortie læðan augun í gær,,fyrst af öllum enda er hún lang stærst en þau eru núna vikugömul (eldri grúppan)
Athugasemdir
æææ flott ;) þau eru samt alveg rosalega mikið krútt ;) minns er bara veik að sjá þau heh he ;) heyrumst knúsaðu kisurnar og prinsessuna frá mér
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.