9.1.2007 | 11:41
3 dagar í bið
maður hefur nú ekki verið sú duglegasta að setja inn færslu hmm ég verð greinlega að fara að taka mig aðeins á hérna.
það er loksins búið að pakka niður jólunum en eitthvað finnst manni nú íbúðin tómleg og grámygluleg, sé eiginlega soldið eftir að hafa ekki skilið eftir eitthvað af jólaljósunum. Það er búið að vera alveg nóg að gera þannig, kettlingarnir dafna allr vel og eru flest að verða búin að opna augun.
Nú eru bara 3 dagar þar til við fáum að berja prinsinn okkar augum en hann losnar úr einangrun á föstudaginn og megum við Stefania sækja hann um kl 11, ég er rosalega spennt enda hefur maður svo sem ekki fengið að sjá almennilegar myndir af honum, það er bara vonandi að maður verði ekki fyrir neinum vonbrigðum. Ég ætla að taka hann heim til mín til að byrja með til að setja hann í bað og svona en svo verðu líka farið með hann til dýralæknis í "ástandskoðun"
Ég er búin að vera að vesenast í því að fá pappírana hans svo að ég geti nú skráð hann hérna í félagið okkar og virðist það ætla að verða smá vesen, ætli það endi ekki með því að ég verði að hafa samband við klúbbinn úti og láta þá sjá um þessi mál þar sem ræktandinn okkar er greinilega ekki að vinna vinnuna sína. Hvort að þetta næst allt saman fyrir sýningu veit ég ekki en ég ætla bara að vona það, það verður nú frekar svekkjandi ef að maður getur svo ekki farið með hann á sýninguna eftir allt saman.
Ég er svona aðeins að byrja að velta fyrir mér hvaða kisur ég tek með mér enda ekki seinna vænna þar sem skráning fer að hefjast en ætli það verði ekki 4-6 kisur í það heila eins og venjulega en ég get ekki tekið neina kettlinga núna þar sem þau eru of ung en ég verð með kettling samt sem áður hú hú en fjölskyldan er að fá nýjan kettling um næstu mánaðarmót og það er ekki persi heldur alveg ný tegund fyrir okkur. Sævari og Elísabet langaði svo svakalega og hefur langað lengi í svona kött svo ég ákvað að slá til og kemur krúttið sem sagt um næstu mánaðarmót og bíðum við bara spennt. Elísabet ætlar að taka það að sér að sýna hana þar sem hún verður "hennar" köttur. Hanna Björg ætlar að taka Didde á sýninguna og er eitthvað að velta fyrir sér hvort hún eigi að taka Furu líka því Þau eru núna "hennar" kettir og ég fer sjálfsagt með Lillý, Droopy,Kastaníu og svo Blue ef að pappírarnir hans verða komnir í lag.
Athugasemdir
nú bara verði að fjölga ;) ný tegund ;) hafðu það gott ég er ekki enn komin niður af skýinu ;) hehe
magga audda ;Þ (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.