24.6.2006 | 18:54
Vinur í grennd
ég sá þetta fallega ljóð inn á heimasíðu sem ég heimsæki mjög reglulega og fann hjá mér mikla þörf til að setja það hérna inn á bloggið mitt. þetta er svo fallegt og svo umhugsunarvert..
Vinur í grennd
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2006 | 10:31
Í þá gömlu góðu daga..
þá er maður orðin barnapía aftur Ágústa Björk og Halldór Jóhann Sævar eru komin til að vera hjá mér yfir helgina á meðan foreldrarnir skelltu sér í útilegubrúðkaup
þetta er nú svona svolítið skrítið að vera allt í einu vakin með frösum eins og " ég er svo svöng" ég vil...." má ég?" svo að ég dreif mig á fætur hér fyrir allar aldir til að gefa börnunum að borða og sit svo hérna með þeim að horfa á barnaefnið í sjónvarpinu. hahaha já það er nú eiginlega soldið fyndið hvað maður er svo algerlega kominn út úr þessum pakka og getur nokkurnvegin hagað lífinu bara nákvæmlega eins og manni dettur í hug, sofið þegar að maður vill og svoleiðis, enda jú með bara hálf fullorðin börn.
Ég man þegar að börnin mín voru svona lítil hvað ég talaði oft um hvað mig hlakkaði til þegar að þau yrðu unglingar því þá þyrfti maður svo lítið fyrir þeim að hafa, en guð minn góður ekki er það léttara í dag þegar að þau eru loksins orðinir unglingar, bara allt öðruvísi erfitt og nú dettur maður stundum niður í að hugsa ohhh hvað það væri nú indælt ef að þau væru orðin lítil á ný.
ætli maður myndi gera hlutina öðruvísi ef að maður fengi að upplifa þetta allt aftur? ég er nú ekki svo viss um að ég myndi gera marga hluti öðruvísi en einhverja þó, maður hugsar oft þegar þegar að það er erfitt, hvað gerði ég vitlaust í uppeldinu, hvers vegna hagar hann/hún sér svona, en ég kemst eiginlega ekki að neinni niðurstöðu í þeim málum þannig að ég veit ekki einusinni hverju ég ætti að breyta ef að ég gæti breytt einhverju.
Hvers vegna er barnið mitt svona latt að það nennir ekki að vinna heldur vill það lifa á sníkjum og betli og jafnvel þjófnaði og finnst bara ekkert athugavert við það líferni? hvers vegna lendir barnið mitt í klóm eiturlyfja og getur ekki séð neitt nema töff við það? Afhverju lýgur barnið að mér og jafnvel spinnur upp heilu sögurnar sem það trúir jafnvel sjálft? Afhverju,,afhverju,, afhverju ég held að ég geti endalaust komið með spurningar og það án þess að fá nokkur svör við einu né neinu.
nei ég held að það sé alveg sama hvað ég reyni að velta þessu fyrir mér þá kemst ég ekki að neinni niðurstöðu, það verður bara til þess að manni líður bara mikið ver svo það er kanski bara best að reyna að vera ekkert að velta þessu fyrir sér....en í þá gömlu góðu daga þegar að börnin voru lítil þá voru það sko miklu smærri vandamál sem maður átti mun auðveldar með að leysa ,,þá maður sæi það ekki alveg þá og hlakkaði til unglings áranna !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2006 | 20:36
Steiktar axlir og
já ég held að það séu sko alveg orð að sönnu í dag :) ég sat í sólinni í gær og svo aftur í dag og er auðvitað eins og danski fáninn núna hahahaha eldrauð með hvítar rendur ,, æji það er nú kanski líka ágætt að venja húðina aðeins við það sem koma skal..já ekki nema 6 dagar í sólina og mín orðin bara soldið spennt.
Ég fór á kaffihús í vikunni, nánar tiltekið á þriðjudagskvöldið með guðbjörgu systir, Dóru Maggý og Lindu Þráins, mikið var þetta nú fínt ,,við rifjuðum upp gamla góða daga og hlógum mikið. Þetta var nú fín tilbreyting. ég hef nú ekki farið á kaffihús með vinkonunum í mörg ár held ég bara og við rifjuðum einmitt upp hvað við vorum hrikalega duglegar hérna fyrir nokkrum árum ,,það var næstum tilbreyting að vera heima að horfa á sjónvarpið í þá daga,, hahaha já við hlógum líka mikið að því að lífið væri orðið svo tilbreytingalaust hjá manni í dag að helstu tilbreytingarnar hjá manni eru þær að það er búið að breyta skipulaginu eitthvað í Bónus og þá tekur það mann eitthvað örlítið lengri tíma að finna kartöflumúsina eða steikta laukinn . Takk stelpur fyrir skemmtilega kvöldstund
Elísabet fór til Ísafjarðar síðastliðinn sunnudag, fór með Tönju vinkonu sinni og verða þær hjá Amelíu "ömmu" hún kemur svo heim næstkomandi mánudag eða svona rétt til að pakka niður fyrir sólina :) Hanna og Helgi verða hérna heima á meðan að við förum út og hugsa um kisurnar og húsið :) æji greyjin, þau langar svo að koma með ,, auðvitað,, þannig að við erum ákveðin í að fara öll saman einhverntíman næsta sumar og þá auðvitað með litlu snúllu með okkur.
er allavega farin að horfa á sjónvarpið núna Adios þar til næst;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2006 | 13:02
Barnapía með meiru :)
hej sveis
allt hefur nú bara gengið sinn vanagang undanfarna daga, ég er reyndar búin að vera að passa eina 7 ára skjátu, hana Ágústu Björk núna í 3 daga og hef því ekki gert mikið svo sem,,,ekki að ég hefði gert eitthvað mikið meira þó að hún væri ekki hehhe en fín afsökun samt
Það er búið að selja bátinn sem Sævar var á þannig að það verður ekki neitt úr þessari sjóferð hjá Elísabet eins og stóð til og urði mjög mikil vonbrugði hér á bæ í gær þegar að það var ljóst en Sævar verður nú sem betur fer ekki atvinnulaus því Baldur ætlar að halda honum áfram til að fara með sér á einhvern lítinn kopp, og verður hann því í því að reyna koma honum á flot núna þessa daga fram að spánarferðinni já spáið í því það eru ekki nema einhverjir 13 dagar þar til að við förum,,ég er nú samt alveg ótrúlega róleg yfir þessu
Í gærkvöldi kom Spessý og börnin hennar 5 í pössun til mín og verða þau hérna þar til ég fer út en Stefanía kemur heim daginn eftir að við förum út svo að Hanna Björg kemur til með að vera með þau í 1-2 sólarhringa.
kíkti loksins á Vallý í gær í smá stund,,að kíkja á litlu snúllu og hafði svo bara ekki hugmynd um að litli Stefán ætti afmæli,,Úpps og ég ekki með neinn pakka fyrir hann,,,jæja ég verð nú að reyna að bæta úr því á næstu dögum.
jæja nú ætlum við Ágústa að fara að koma okkur með hana Furu til Dýralæknisins, það þarf nefnilega að taka úr henni saumana eftir keisaraskurðinn , svo við segjum bara over and aout í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2006 | 12:13
Ég fór í sveit og ligga ligga lá...
Það er nú heldur betur búið að vera gaman hjá okkur þessa liðna helgi. Við ákváðum að skella okkur í bústaðinn til mömmu og pabba á föstudaginn þegar að Hanna og Helgi komu heim. Þau tóku þá við að passa Furu og litlu ungana sem bara þyngjast og þyngjast og eru bara að verða algerar bollur.
Þegar að við komum norður þá byrjuðum við Elísabet og Inga Hanna á því að fara yfir á Sauðarkrók til að komu Dóru aðeins á óvart á meðan sævar fór auðvitað beint út í á að veiða. Dóra fékk auðvitað tilfelli þegar að við komum,,,alltaf jafn gaman að koma henni á óvart hehehehehe. þegar að við komum til baka þá hafði sævar komið í hús næstum grátandi því að hann hafði jú fest í þann allra stærsta fisk sem hann hefur fest í en auðvitað n´´aði hann að slíta sig lausann með flugu, taumenda og öllu saman, en svo kom hann stuttu seinna með einn ágætis urriða c.a 4 pund eða svo, og svo voru Guðbjörg og Axel komin á svæðið líka.
Á laugardaginn fórum við að skoða Glaumbæ og það var soldið gaman að sjá þetta, allt svona í upprunalegri mynd. eftir hádegi fórum við Sævar og Elísabet svo í heimsókn á Álfgeirsvelli til Siggu og Jóns og þar fékk Elísabet að fara í fjósið að mjólka og svona og fannst henni þetta alveg frábær upplifun og endaði þetta með því að hún sníkti út smá sveitadvöl þegar að við komum heim frá spáni :) Ragna Vigdís og Rabbi komu líka í heimsókn á meðan að við vorum þarna. um kvöldið fórum við svo eina ferð í viðbót til Sauðarkróks ,,enn og aftur til að koma Dóru á óvart en hún hafði ekki hugmynd um að Guðbjörg væri líka þarna fyrir norðan, enn og aftur fékk ´Dóra tilfelli hahahahaha þetta er svo gaman :)
Í gær Sunnudag fórum við aftur til Siggu og Jóns og í þetta skiptið var ferðinni heitið þangað til að sjá þegar að beljunum væri hleypt út í fyrsta skiptið þetta árið. Þvílíkur hamagangur og læti hahahaha. við stoppuðum hjá þeim alveg í nokkra tíma rosalega fínt. þegar að við komum aftur í bústaðinn fór ég aðeins niður að á og kastaði nokkrum sinnum en það var svo mígandi rigning að ég gafst nú fljótlega upp, þá orðin svo blaut að það hefði mátt vinda úr hverri spjör og ég ekki með nein aukaföt :) ég fékk lánaðar náttbuxurnar hennar Elísabetar og fór svo í því suður rétt eftir kvöld mat.
þegar að ég kom heim þá sá ég engann smá mun á kettlingunum, þeir höfðu 50-60 gr bara yfir helgina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2006 | 22:59
2 litlir strákar fæddir :)
jæja þá aí þetta sinn,,,það er sko heldur betur búið að vera annasamir dagar hjá mér undanfarna daga. Vallý vinkona var að láta skíra hjá sér litlu dóttur sína á laugardaginn var og fórum við Elísabet í skírnina en það vildi nú ekki betur til en svo að við komum allt of seint til athafnarinnir, það var greinilega einhver misskilningur með tímann en við rétt náðum í endann á þessu en fórum svo í smá kaffi á eftir, Litla daman fékk nafnið Amelía Sól, mikið svakalega finnst mér þetta fallegt nafn. Svo fórum við í smá afmæli hjá Ágústu Björk en hún varð 7 ára.
Í gær morgun vakti Fura mig með að sleikja mig í framan :) en þá var hún byrjuð með einhverja hríðar en þær voru nú ekki neitt rosalega kröftugar en þó náði hún að koma frá sér einum litlum red point strák kl um 9:30 og var hann 86 grömm. svo virtist hún bara vera hætt en ég þóttist nú finna einverjar hreyfingar í kringum hádegi í gær en eftir að hafa talað við dýralækni og ræktanda lét ég eiginlega tala mig inn á að þetta hafi nú bara verið eitthvað rugl í mér. Fura var mjög óróleg í allan gærdag og endaði þetta með að ég fór með hana suður í garðabæ um miðnætti í gær og fékk þá staðfestingu á að það væri þarna lítill kettlingur og alveg sprell lifandi, það var reynt að koma henni af stað aftur og virtist það ganga ágætlega nema að þegar að við komum heim þá datt þetta allt niður aftur og enduðum við eina ferðina enn í garðabænum í morgun og fór Fura í keisara skurð og þá fæddist annar lítill strákur hahahaha og það nákvæmlega 24 tímum á eftir bróður sínum eða kl 9:30 í morgun og vóg hann 94 gr. sá yngri er búinn að vera mjög slappur og höfum við Hanna Björg verið í dag að berjast fyrir því að halda honum gangandi en hann er svo latur að hann vill engan veginn spena og sýgur ekki einu sinni túttu.
Ég var nú eiginlega búin að ákveða að far norður í land í dag og vera í 2 sólarhringa því að pabbi verður jú 55 á miðvikudaginn og eru hann og mamma Inga Hanna Elísabet og Stenni í sumarbústað þar , fóru í morgun og ætla að vera í viku. enég held að það sé nú nokkuð ljóst að þangað fer ég ekki því að hanna verður að vinna allan daginn á morgun og á miðvikudaginn og ég þori ekki að skilja kettlingana og furu eftri ein svona lengi, eða á meðan hún er að vinna .
nú ætla ég að reyna eina fferðina enn að koma litla krílinu á spena hjá mömmu sinni en kem með fleiri frétir seinna
over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2006 | 21:56
verðandi ljósmóðir :)
Yfirsetukona ! já það held ég að sé starfsheiti sem ég ber með rentu þessa dagana. Ég hef varla farið út fyrir hússins dyr í nokkra daga því að ég er svo mikið að bíða eftir að Fura komi nú með kettlingana en hún er nú bara þessi rólegast og nýtur þess bara að halda mér í gíslingu.
Extra Special (Spessý) eignaðist sína kettlinga fyrir viku síðan eða þann 25 mai og fæ ég einn kettling úr því goti,,það verður sko erfitt að velja úr þessu goti því allar læðurnar virðast líta mjög vel út , eins og er allavega, en það er allavega búið að velja nafn á læðuna sem ég fæ og verður það Breakfast At Tiffany´s
Vallý vinkona átti litla dömu í gær morgun rétt fyrir 7 eftir að hafa verið veik í c.a 2 sólarhringa úff krafturinn í þeirri gömlu og það með 5 barn, ég dáist að svona fólki, efast sko stórlega um að ég hefði orku í þetta.
ég hef svo sem ekki mikið að segja hérna núna svo að ég ætla bara að kveðja þar til næst
adios
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2006 | 15:19
Ævin er augnablik......
jæja þá er þessi helgi liðin sem betur fer og hún er sko ekki búin að vera sú léttasta. Á föstudagsmorguninn vaknaði ég við einhver læti í högnanum mínum honum pim og þegar að ég leit á hann sá ég að hann var lamaður í afturhluta líkamans og átti mjög erfitt með að anda, við sævar brunuðum með hann suður í garðabæ til dýralæknisins. Þar var hann settur beint í súrefni og gefið blóðþynnandi lyf en á klukkutíma eða svo voru fæturnar hans algerlega stirnaðar svo að það var ekkert hægt fyrir hann að gera. hann fékk bara að sofna svefninum langa. Ég ákvað nú samt í samráði við dýralækninn að láta opna hann til að finna út hvað hafi skeð og var hún að hringja í mig núna áðan og sagði mér að hann hafi verið með marga blóðtappa í lungum og nýrum þannig að ég ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afkvæmum hans því að þetta er ekki eitthvað arfgengt heldur svona eins og bara hjá okkur mönnunum að þetta getur í rauninni pompað upp hjá hverjum sem er.
Núna þessa dagana snýst allt rosalega mikið í kringum ketti,,,spessý eignaðist 5 kettlinga á fimmtudaginn nú svo veiktist pim á föstudaginn og núna er ég bara heima að bíða eftir að Fura gjóti en á að eiga núna einhverntíman á næstu 2-3 dögum. já og í gær setti ég út nýju heimasíðuna á netið en ég keypti mér domain www.fjalldrapa.com
Fórum í morgun að sækja um passa fyrir krakkana og eigum von á að fá þá í kringum 10 júní,,guð hvað það er farið að styttast í það að við förum til spánar núna eru það bara 30 dagar, ekkert smá fljótt að líða, mér finnst eins og það hafi bara verið í síðustu viku sem ég var að panta en þá voru rúmir 5 mánuðir í ferðina.
jæja ætla að reyna að gera eitthvað hérna, over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2006 | 14:17
sumarsnjórinn hahaha
jæja mín bara ferlega dugleg og bloggar 2 daga í röð,,,geri aðrir betur (taki það til sín sem eiga það hahahaha)
Dóra sendir mér þessa mynd í gær ,, hana tók hún út um stofugluggann hjá sér Sauðarkróki í gær 23 mai 2006,, og maður sem hélt að það væri komið vor hmmm það þarf sem sagt að fara endurskoða það allt saman.
já það er nú svo sem kanski ekki svo mikið meira að segja heldur en í gær nema kanski að Sævar ákvað í gær að keyra norður á Blönduós á móti skipsfélögum sínum því þeir voru að koma suður og voru bara á sumardekkjum (enda komið fram yfir miðjan maí) og hann ákvað að taka Gabríel með sér svo að hann færi nú ekki að gera eitthvað af sér.
Ferðin gekk vel norður þrátt fyrir hálku,snjókomu og hríðarbil. En svo ákvað Gabríel að fara í hinum bílnum suður og voru þeir rétt komnir framhjá Vatnsdalshólum þegar að bílstjórinn missti stjórn á bílnum, beint á umferðarskilti og svo útaf. Sem betur fer var Gabríel í belti og einnig hinn farþeginn þannig að það eina sem skeði fyrir þá var mar og tognun eftir beltin en bílstjórinn var víst ekki svo heppinn því að hann var ekki í belti og fékk hann gat á hausinn ásamt því að mölbrjóta á sér úlnliðinn þannig að það þurfti að senda hann með sjúkrabíl suður,, en halló þegar að suður var komið þá var maðurinn bara sendur heim og sagt að koma aftur í morgun. Hann mætti svo í morgun og kom þá í ljós að hann þarf í aðgerð og það þarf að negla saman á honum hendina.
ég var að kaupa mér domain og hýsingu í gær fyrir kisusíðuna mína svo að ég er búin að vera að vesenast í að færa hana yfir og er svona að spá í hvort að ég eigi eitthvað að breyta útlitinu á henni og betrumbæta hana eitthvað í leiðinni. en síðan verður víst ekki virk fyrr en eftir c.a 72 tíma þannig að ég hef nú alveg tíma í þetta allt saman en þetta er rosalega gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2006 | 12:52
vandræðagangur á manni alltaf hreint
já það er nú eiginlega soldið fyndið að það vita mjög fáir af þessu bloggi mínu enda er það mest megnis ætlað bara svona fyrir mig þó á veraldarvefnum sé,og samt fékk ég kvörtun í morgun um það að ég skrifaði allt of sjaldan hingað inn,,,þyrfti sem sagt að fara að bæta mig og auðvitað verð ég við þeirri beiðni :)
Það er nú ýmislegt búið að ganga á síðan að ég skrifaði hérna inn síðast og ég hef þess vegna verið frekar langt niðri. Strákurinn minn er bara á hraðri niðurleið og sér greinilega ekkert athugavert við sitt lífsmunstur, það eina sem virðist skipta hann máli þessa dagana er að geta verið sem mest með vinunum og geta komist í hassvímu á hverjum degi. Hann nennir ekki að vinna og þykist vera alla daga að leyta sér að vinnu en auðvitað væri hann löngu kominn með eitthvað að gera ef að það væri satt, pabbi hans fór með honum fyrir nokkrum vikum að leita að vinnu og það tók 2 tíma eða svo að fá eina en auðvitað gafst hann þar upp um leið og hann var búinn að fá einu sinni útborgað.
Hann lætur sig alltaf hverfa með reglulegu millibili og þá í 1-3 sólarhringa í einu þá svarar hann hvorki síma né sendir sms á meðan svo að maður veit aldrei hvort að hann er lífs eða liðinn. Eftir síðasta hvarf þá tók ég þá ákvörðun að nú skildi ég bara henda honum út svo að hann gæti þá bara séð um sig sjálfur og út fór hann síðastliðinn föstudag og ég heyrði auðvitað ekkert í honum alla helgina en pabbi hans gafst upp í gær og hringdi látlaust í hann þar til að strákurinn svaraði. það var auðvitað ekki að spyrja að því að hann skildi bara ekkert í því að ég hafi hent honum út og hafði sko alls ekki í hyggju að koma heim neitt á næstunni,,,við erum jú svo slæmir foreldrar. en hann kom svo heim rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, við erum reyndar lítið búin að ræða við hann en það litla sem hann hefur látið út úr sér er nú bara í samræmi við það sem á undan er gengið,,,s.s hann ER að leita sér að vinnu, hann ÆTLAR að standa sig, hann er sko alls EKKI háður hassi og þar fram eftir götunum. Æji hvað ég er orðin þreytt á þessu töngli í honum,,,alltaf sama rullan.
Sævar kom heim á laugardaginn vegna þess að veðrið var ekki alveg að gera sig þarna fyrir norðan, strákarnir sem eru með honum á sjó ætluðu að fara og fá sér í glas um kvöldið svo að baldur skipper leifði honum bara að fara einum á bílnum,, vá hvað ég er fegin að hann kom bæði útaf þessu veseni á stráknum og svo því að þetta fyllerí á strákunum var sko ekki bara þessi eina kvöldstund...á sunnudag voru þeir enn að drekka og við vitum ekkert hvort að þeir séu yfirhöfuð komnir í bæinn núna því sævar hefur ekkert heyrt í neinum af þeim. Það var víst ákveðið að Baldur og hans kona voru að fara í leikhús og út að borða á föstudaginn næsta og bauð hann sævari að koma með ( mér og sævari) það verður örugglega rosalega gaman. Það á að fara að sjá Viltu finna milljón en fyrst á að fara að borða á Argentína Steikhús. ÞAð er svo svakalega langt síðan að við höfum farið eitthvað svona út við sævar að ég er bara orðin voða spennt :)
jæja en ég keypti mér pgx töflurnar í síðustu viku eftir að Dóra var búin að prófa í viku og lét vel af :) og byrjaði á þriðjudaginn 16 mai, eins og alltaf byrja ég með trompi og byrjaði strax á að taka inn 4 töflur 3 á dag en það er vist talað um að betra sé að byrja á 2 3x á dag svona á meðan að líkaminn er að venjast hahahaha en já ég er sem sagt búin að vera á þessu í eina viku og ekkert skeður hmmmm maður ætti kanski að byrja á að hætta að éta ís og nammi á kvöldin já það væri kanski ráð og að gera eitthvað meira t.d að bæta inn einhverri hreyfingu ,,,já maður veit þetta svo sem allt saman en það er bara að koma sér af stað.
Dóra það er ekkert skrítið þó að maður taki svona smá kast annað slagið,,,þetta tekur ekkert smá á og allt gerist á hraða snigilsins
over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)