Færsluflokkur: Bloggar

Stutt á milli lífs og dauða

Það er langt síðan síðast en ég hef verið alveg svakalega löt við að blogga, maður er alltaf á facebook.

Hér hefur heldur betur mikið gengið á en hún Hanna mín eignaðist sitt þriðja barn 31 ágúst, heilum 6 vikum fyrir tímann. litla stúlkan sem var nefnd Þórey Ingavar flutt upp á vökudeild og dvaldi hún þar fyrstu 11 daga lífs síns og var svo útskrifuð föstudaginn 11 september. Þær mæðgur komu og voru hérna hjá okkur í 2 nætur áður en farið var heim og mikið er ég þakklát fyrir það. Á sunnudeginum fór svo litla fjölskyldan til síns heima og hafði kósý dag og kvöld og allir fóru snemma í háttinn sáttir við lífið og tilveruna.

Klukkan er að verða átta á mánudagsmorgun (14 sept) þegar að síminn hringir hérna hjá mér og ég gleymi sennilega aldrei skelfingarópunum sem ég heyrði þegar að ég tók upp tólið, þegar að hún Hanna mín veinaði hágrátandi að litla Þórey Inga væri dáin........ úff á dauða mínum átti ég von á en litla nýfædda prinsessan sem hafði verið útskrifuð af vökudeild 3 sólarhringum áður sem alheilbrigt barn NEI ég er bara ekki enn að ná þessu þó liðinn sé hálfur mánuður  og vildi helst af öllu fara að vakna upp af þessari martröð. Hversu ósanngjarnt og grimmt getur lífið verið ? Lítið barn sem átti allt lífið framundan.

Tótan litla hjá Afa sínum

Erfið og þung spor hafa verið gengin og sorgin yfir þyrmandi. Ég segi nú eins og góð kona að vestan sagði nýlega á sínu bloggi " það ættu að vera til lög sem bönnuðu að foreldrar lifðu börnin sín"  hvað þá að ömmur og afar lifi barnabörnin, þetta er bara svo röng röðun.

Nú er allt um garð gengið og fékk sú stutta svakalega fallega útför, Sú fallegasta sem ég hef komið í og jafnframt sú sorglegasta. Foreldrar Þóreyjar Ingu hafa staðið sig eins og hetjur í öllu ferlinu og þau sem eru bara á 22. ári, ég er ekki viss um að ég hefði getað staðið mig svona vel. Þau hafa tekið svo rétt á öllum málum sem hafa komið upp í tengslum við þetta ásamt því að sitja fyrir svörum frá stóru stelpunni sinni sem er þriggja ára og sú spyr og spyr án afláts og vill fá að vita allt og kemur með spurningar sem maður á bara engin svör við en einhvernvegin tekst ungu hjónunum alltaf að svara barninu á viðeigandi hátt.

Ég er svo yfirmáta stolt af þeim.

Þau hafa gist hérna hjá okkur síðan að þetta gerðist en stelpan mín hefur ekki treyst sér til að vera heima, þar til í gær þá ákváðu þau að taka af skarið og finnst mér nú heldur tómlegt hérna heima núna. Það er búið að vera yndislegt að fá að hafa þau þenna tíma, algerlega ómetanlegt að geta fengið að gráta saman og deila sorginni en vera jafnframt með litlu gleðigjafana hérna í kringum sig þau Alexöndru og Sævar en þau hafa sko alveg séð fyrir því að maður fær ekkert að leggjast í rúmið í þunglyndi. Lífið heldur áfram.

Á mánudaginn s.l fékk ég svo fréttir af því að gamall vinur hefði fallið frá  Júlíus Kristján Thomassen eða Júlli eins og hann var alltaf kallaður. Ég hef að vísu ekki verið í neinu sambandi við hann í mörg ár eða frá því að maður var bara unglingur og svo aftur þegar að ég var farin að búa með Sævari þar sem Sævar og Júlli urðu góðir félagar og brölluðu ýmislegt saman sem ég var þó mis sátt við enda var fíknin ein við völd hjá þeim báðum.

En Júlli var góður drengur og mátti ekkert aumt sjá. Hann var falleg sál sem hefur heyjað langt og erfitt stríð við fíkniefnapúkann. Hann hefur nú fengið hvíldina.

Kæra Ásthildur og fjölskylda vil ég votta ykkur mína dýpstu samúðar á þessum erfiðu tímum.

 

Nú tekur við hjá mér heilmikið dýrastúss en það er hunda sýning á komandi helgi og ætla ég að reyna að sýna hana París sjálf :) og svo helgina þar á eftir verðu Kattasýning svo það verður nóg að gera.


hæ hó

Ég er nú ekki duglegast bloggari í heimi hahaha mér finnst nú svo oft að maður hafi ekki frá neinu merkilegu að segja enda er ég mikið bara hérna heima að hugsa um dýrin mín stór og smá en samt jú jú það hefur gengið á ýmsu síðan síðast. hér hafa tvær læður gotið og gengur það bara þokkalega og verður þetta svolítill hópur sem verður hérna á ferðinni eftir 4-6 vikur hehehe það verður fjör.

ÞAð er rosalega gaman að hafa Hönnuna mína hérna uppi því núna droppa þau við hérna á hverjum degi og ég fer til þeirra. Ég tók mig aðeins á í handavinnunni og keypti mér lopa því nú á að prjóna á barnabörnin,,,kjól á hana og peysu á hann, ég hef ekki prjónað svo árum skiptir held ég bara eins og ég var nú dugleg við þetta hérna einu sinni, þetta byrjaði nú ekki sem best, var búin að prjóna c.a 25 cm upp þegar að ég sá að ég yrði að rekja það upp og er því komin á byrjunarreit aftur en ég ætla nú ekki að gefast upp fyrir því.

Ég hef verið í svaka læknastandi alla vikuna en ég vaknaði einn morguninn með ský fyrir öðru auganu og fór til augnlæknis til að láta kíkja á þetta og var svo send í áframhaldandi rannsóknir út frá því og reyndist þetta vera blóðtappi í augnbotni og skaðinn varanlegur,, þetta var nú frekar mikið sjokk en sem betur fer fyrst að þetta þurfti að koma þá kom þetta þarna en ekki við heila eða eitthvað svo maður verður bara að vera jákvæður. Ég á nú eftir að fara í einhverjar fleiri rannsóknir ásamt því að vera auðvitað komin á blóðþynnandi lyf, maður bara krossar putta og vonar að það komi ekkert slæmt út úr þessum rannsóknum. Vegna þessa hef ég verið slæm í auganu og höfðinu og tolli ekki lengi í einu við í birtu, líður eiginlega best að vera bara í myrkri en vonandi líka að það fari að lagast um leið og bjúgurinn minnkar í auganu.

Í dag er aðalfundur hjá Kynjaköttum og ætla ég að reyna að mæta þar en treysti mér ekki til að sitja á árshátíðinni og hef nú svo sem ekki efni á því heldur :)


Gleðilegt ár.... betra seint en aldrei :0)

já maður er nú kanski ekki sú allra duglegasta að blogga :)

Héðan er bara allt ágætt að frétta, Áramótin voru róleg og fín eða bara eins og þau eiga að vera :) og svoleiðis hafa þessir fyrstu dagar á árinu líka verið, það fæddust hérna MCO kettlingar 9 jan og svo er von á öðru í kringum 20. jan svo að það verður alveg nóg að gera framundan ásamt því að svo eru sýningar í febrúar og mars,,fyrst hunda og svo 2 vikum seinna kattasýning sem ég læt mig sko ekki vanta á. Ég get eiginlega ekki sagt annað en að ég sé meira að segja orðin svolítið spennt fyrir þessu. Núna tekur því við undirbúningur fyrir sýningarnar, sýningarþjálfun, feld hirða mikil og jafnvel gardínusaumur því nú er mig farið að vanta nýjar gardínur í sýningarbúrin þar sem ég er búin að kaupa mér svo stór og flott búr :) já það eru sem sé spennandi tímar framundanWink

Elísabet að verða 3 ára

elisabet95

 svo varð hún Elísabet mín 16 ára núna 11 janúar, Guð minn góðu hvað tíminn er fljótur að líða. Litla barnið mitt er að verða fullorðið, mér finnst nú bara ég ennþá vera 25 þannig að hún getur varla verið meira en tveggja hahahahaha. já það er sko alveg á hreinu að maður sér það á börnunum hvað maður eldist sjálfur.

svona lítur prinsessan mín út í dag Heart

skvisa

 Svo er það að frétta líka að Hanna mín og fjölskyldan hennar er flutt hingað á Ásabrautina,,, nei nei ekki misskilja ekki hingað inn á okkur heldur fengu þau íbúðina hérna á efri hæðinni Wink Og enginn er glaðari með það en hún Alexandra mín held ég,, þau sváfu fyrstu nóttina núna síðastliðna nótt og svo kom þessi elska svo hyper ánægð niður til ömmu sín í morgun... amma á sko heima langt niðri,,undir gólfinu hennar Happy

 


Gleðileg Jól

hérna er allt að verða komið í fín mál :) og jólin geta farið að koma. Við fórum í árlega skötuveislu í gær

skotuveisla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 mmm þetta var rosalega gott.

svo fórum við heim til að klára svona restina af undirbúning. ég fór í að gera eplapie og sjóða rauðkálið að ógleymdum frómasnum þannig að nú eru eftirréttirnir tilbúnir.

Einkasonurinn kom heim af Staðarfelli í gær, æji hvað það var nú gott og gaman að sjá hann, hann lítur svo vel út, búinn að raka af sér hárið og svo allt skeggið sem gerði hann svo miklu eldri í útliti. við fórum beint í búð að fá á hann jólaföt því hann á ekkert sem mömmunni fannst nógu snyrtilegt hehehehe honum fannst það nú alger óþarfi Wink

en nóg um þetta nú ætla ég að fara að undirbúa jólagrautinn sem við ætlum að hafa núna í hádeginu því svo ætlum við að skunda í hana Reykjavíkina og deila út pökkum og hitta aðeins á hana Hönnu mína sem ætlar að vera með litlu fjölskylduna sína hjá tengdaforeldrunum um jólin og við verðum í mat hjá mömmu og pabba. þetta verður svolítið skrítið að hafa ekki Hönnu hjá okkur,,þetta eru fyrstu jólin sem við erum ekki með öll börnin heima!!!!

mynd svona í lokin af nýjasta parinu á bænum,, það hefur mikið gengið á hérna .v ið sem héldum að hún Jojo væri kettlingafull en það hefur greinilega bara verið einhver gerfiólétta því hún er á há breimi hérna núna og Ferno lætur það sko ekki fram hjá sér fara :)

Ferno og Jojo

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vil bara óska ykkur öllum sem koma hérna við Gleði og Friðar yfir hátíðirnar og hafið það sem allra best.

 


korter í jól

oh my god, það er bara korter í jólin eða svona um það bil. Tíminn er alveg ótrúlega fljótur að líða. Ekki það að ég sé á seinustu stundu með allt,,alls ekki. ég er búin að kaupa allar jólagjafir og svona það mesta af matarinnkaupunum sem annars eru nú engin ósköp því að við verðum hjá Guðbjörgu og Axel á þorláksmessu í skötuveislu og svo var pabbi að hringja í mig og bjóða okkur í mat á aðfangadag og svo er hið árlega jólaboð hjá þeim svo á jóladag, Áramótinunum ætlum við hinsvegar að eyða hérna heima hjá okkur með kjarnafjölskyldunni. Hanna mín og Helgi ætla að koma og vera með okkur þá og við ætlum bara að taka því rólega og spila og svoleiðis þar sem við erum nú ekki mikið djammfólk, okkur finnst það svo notalegt :) þessa dagana er ég svo sem ekkert að stressa mig því að jólin koma alveg þó að maður sé ekki búin að vera eins og stormsveipur upp um alla veggi og loft þó að auðvitað maður taki svona smá extra :) svo að manni líði bara vel á jólunum :) ég er pínu sein með jólakortin og það sem ég þarf að senda frá mér en kortin fara í dag þannig að þau ættu að skila sér fyrir jól,,,allavega þau sem fara hérna innanlands en verra er kanski með pakkana sem fara erlendis hehehe en þeir skila sér á endanum svo að það er allt í fína...ég bara nenni ekki að vera að stressa mig eitthvað yfir þessu,,,það er bara óhollt !!!!

Það er annars lítið að frétta af okkur, maður er jú alltaf að stússast eitthvað í kisunum og svo er ég með 4 kettlinga sem fá pela þannig að það er nú svo sem alltaf nóg að gera.


annasöm vika

Það er nú heldur betur búið að vera mikið að gera hjá mér núna undanfarna daga en ég ákvað núna í haust að ganga í kvennasveit björgunarsveitarinnir hérna á suðurnesjum og er ég búin að vera meira og minna uppi í björgunarsveitarhúsi núna undanfarna daga, þar er verið að pakka jólaóróum í fjáröflunarskyni

pökkun á jólaóróum

og áttum við að pakka 15000 eintökum sem er ekkert smá. við gerum þetta allt frá grunni og lengstann tíma tekur jú að brjóta allar þessar öskjur en þetta er röskur hópur fólks svo að þetta tekur 6-7 daga.

öskjur

Elísabetin mín og hún Hanna hafa verið þarna með okkur líka eins mikið og þær geta en Hanna skráði sig líka í kvennasveitina þrátt fyrir að henni hafi fundist þetta vera eintómar "kellingar" en henni finnst þetta svo bara lúmskt gaman líka hehehe

Hanna yfirsleikja

en svo hefur Elísabet verið í unglingasveitinni síðan í haust.

nú svo er auðvitað Alexandra upprennandi björgunarsveitarkona með yfirumsjón með þessu öllu saman

Alexandra Nótt

 

hérna heima hefur sko verið alveg nóg um að vera líka enda er maður með fullt hús af dýrum :)

kettlingarnir hjá henni Lovely voru alveg hætt að fá mjólk hjá mömmu sinni svo að ég hef tekið við því hlutverki að gefa að borða og þarf því að gefa pela nokkrum sinnum á dag, þetta var nú svo sem eitthvað sem að ég vissi að myndi ske þar sem Lovely hefur aldrei mjólkað fyrir börnin sín nema í einhverja daga eða kanski 2-3 vikur í mestalagi en hún er rosalega góð mamma og er alveg á fullu í mömmuhlutverkinu þrátt fyrir þetta, ég var að talka myndir af þessum krútt bombum núna í gær.

Hérna er litli nebbalingurinn okkar og heitir hann Quart Santa

Quart Santa

 og hérna kemur Quiet World sem er líka strákur

Quiet World

nú svo er það hann Q 4 U sem er þriðji strákurinn og sá sem ég er eiginlega alveg fallin fyrir enda algert bjútí :)

Q4U

að síðustu er það eina stelpan í hópnum en við skírðum hana Queen Of Hearts

Queen Of Hearts

þetta er rosalega flottur hópur svo að það væri nú gaman ef að þau fengju nú eigendur sem hefðu gaman af því að fara með þau á sýningar. Það er farið að vanta tilfinnalega persa inn á sýningarnar, í byrjun var alltaf mest af persum en núna fer þeim ört fækkandi og skógarkettirnir komnir í mikinn meirihluta, meira að segja fer Maine Cooninn að slá persunum við í fjölda þó að þar séu einungis til innan við 100 dýr á landinu.

Það gengur bara vel að undirbúa fyrir jólin, jólagjafa innkaupin langt komin og eitthvað búið að versla af jólamatnum nú og svo er búið að gera heimilið nokkuð jólalegt :) voða kósí með öll þessi rauðu jólaljós, ég hugsa að ég bara hafi þau hangandi upp fram á vor hehehe ég er líka búin að baka slatta en það er nú búið að stórum hluta svo að ég er að spá í að baka bara aðeins meira um helgina eða í næstu viku, já svona þegar að það fer að róast aðeins.

yfir og út


jólastúss og fleira

Well well héðan frá okkur er bara allt ágætt að frétta við erum komin á fullt að undirbúa jólin bæði búin að fara og versla eitthvað af jólagjöfum skreyta eitthvað, þó aðallega setja upp jólaljósin nú svo var hérna bakað eitthvað smá og var svona að spá í að reyna að baka svo meira á morgun. Einkasonurinn er kominn í meðferð eina ferðina enn og vona ég að þetta verði nú eitthvað meira en bara hvíld frá tuðinu í okkur hérna heima, að hann sé að þessu svona af alvöru í þetta sinn það sem að alvara lífsins tekur svo við hjá honum eftir áramótin þegar að litla stelpan hans fæðist.

tveir persastrákar

 

annars er alltaf nóg að gera hérna hjá okkur í þessu dýrastússi, ég er með 3 persagot hérna heima núna og ég hef nú verið svo blessunarlega heppin að þurfa lítið að skipta mér af í þetta skiptið hjá þeim öllum, að vísu eru nú bara 1 kettlingur hjá bæði kastaníu og Candy en Lovely er með 4. Nú svo erum við jú með 2 hvolpa líka þannig að það er ágætt því næg er vinnan við þau, að húsvenja og svoleiðis.

hera og hektor

svo er auðvitað nauðsynlegt að leika smá og gefa svo verðlaun :)

Annars er búið að vera svoddan skítakuldi að það er helmingi erfiðara að húsvenja tíkina heldur en það var með rakkann,,, hún er jú nakin en ég held að veðurfarið sé ekkert að fara að breytast á næstunni svo að það dugar ekkert nema harkan sex


smá uppdeit......

af okkur hérna á Ásabrautinni... en það gengur svo sem allt í sómanum, Elísabet slasaði sig að vísu á laugardaginn,, var að fá sér beyglu þessi elska og ekki vildi betur til en þegar að hún ætlaði að ná henni í sundur með beittasta hnífnum þá stakk hún honum á kaf í lófann á sér og við það dofnaði hún upp í vísifingri ásamt því að eiga í erfiðleikum með að hreyfa hann, þá var ekkert í stöðunni en að fara með hana í höfuðborgina á slysavaktina því ekki treystum við læknunum hérna suður með sjó betur en það að við erum vissar um að hún hefði bara fengið hóstamixtúru hjá þeim við blöðrubólgu!!!!! en þetta fór nú betur en áhorfðist og sem betur fer var taugin ekki í sundur heldur bara sködduð þannig að hún á alveg möguleika á að fá rétta tilfinningu í puttann aftur.

á leið í skólann

 Nú vo fengum við persagot líka á laugardaginn :) það voru 3 strákalingar og ein prinsessa móður og börnum heilsast vel :-)

hér kemur fyrsti strákurinn

strákur 1 (grænn)

þetta er svo strákur númer 2

strakur 2 (brunn)

og svo sá síðasti af strákunum

strakur 3 (blar)

og hérna er svo mynd af litlu prinsessunni

stelpa (bleik)

hvert öðru meira krútt :0)

hinir kettlingarnir dafna líka vel og má ég til með að setja hérna eina mynd af point kettlingnum sem mér finnst bara algjört æði

blue point

er til eitthvað sætara en lítill persa kettlingur........ nei ég held bara ekki.

 

Við erum alltaf að komast meira og meira í jólagírinn og erum við mæðgur eitthvað svona að velta fyrir okkur að fara að baka eitthvað smá hérna, já eitthvað bara svona til að borða á aðventunni nóg verður nú samt um jólin :) en í dag verður það nú samt örugglega ekki því við vorum svona að spá í að skreppa í borgina í dag og láta skoða nýja/gamla bílinn okkar og er ég þá að spá í að nota tækifærið og versla eitthvað af jólagjöfum í leiðinni,, allavega þær svona sem maður er búinn að ákveða og sjá svo hvort að maður finnur eitthvað meira sniðugt.

 


Jólin, jólin, jólin koma brátt......

jæja ég held að það sé kominn tími á að blogga smá héðan úr Bítlabænum enda kominn meira en mánuður síðan að hingað fór inn færsla.

hér fæddist lítill rauður persakettlingur þann 13 oktober

Við Alexandra köllum hann Nóa litla en hann heitir Fjalldrapa Once Where A Warrior

Fjalldrapa Once Where A Warrior

og svo þann 23 oktober fæddist annar persakettlingur, hann er að vísu ekki búinn að fá nafn hvorki

fyrir ættbók né svona hérna heima.

Fjalldrapa ???????

svo hefur fjölgað í fjölskyldunni en þessum fjórfættu fjölgar þó bara í bili.

þar sem við erum komin með einn hund þá ákváðum við að fá okkur bara annan til að veita hinum félagskap og auðvitað fengum við okkur annan Chinese crested og nakinn í þetta skipti. Hún Aldís í Practical Hero var svo yndisleg að treysta okkur fyrir öðrum hvolpi frá sér,, tíkin heitir Hera hérna hjá okkur en Practical Hero Butterfly Bride í ættbók. Hún er sko ekki minna æðisleg heldur en Hektor en hér er komin mynd af henni

Hera   

 

Rósa og Jósteinn komu í heimsókn um síðustu helgi, Alltaf jafn gaman að fá þau í heimsókn þó að tíminn sem þau gátu stoppað væri kanski helst til stuttur en þau komu til að ná í tvo siglufjarðargaura þá Brand og Kolgrím og svo fór Villimey til Akureyrar og Þengill fór til eyja í dag

Ísfólksgotið

Af okkur tvífættum meðlimunum er allt gott að frétta þannig séð, Allir hressir og heilbrigðir, þá er maður bara ánægður því það er sko ekki sjálfgefið. Okkur líður öllum svakalega vel hérna í Keflavík nema kanski einna helst einkasyninum en hann er nú kominn á þann aldur að hann getur þá bara flutt að heiman ef hann vill :) Litla barnið mitt bara blómstrar í skólanum og eru einkanirnar hennar hafa bara farið hækkandi sem segir nú ýmislegt,,,já það skiptir öllu máli að manni líði vel á vinnustaðnum eða í skólanum.

Helgi, Alexandra, Gabríel og ég

046

Litla Snúllan mín hún Alexandra var hérna hjá ömmu sín í næstum hálfan mánuð og vildi hvergi annarstaðar vera og fannst mér rosalega notalegt að hafa hana en svo kom auðvitað að því að mamma hennar vildi fá hana heim og ég er bara ekki frá því að það hafi verið jafnerfitt fyrir okkur báðar þegar að hún fór.

Hérna eru þau Alexandra og Sævar Óli að leika við afa sinn

031

Ég ákvað í síðustu viku að nú væri komið nóg af þessu skammdegi og fór í það að setja upp hjá mér jólaljósin og hjálpaði frumburðurinn mér við það svo nú er bara orðið nokkuð jólalegt og kósý hérna hjá okkur:) ég ætla nú samt að bíða aðeins með að setja upp allt jólaskrautið,,,fínt að fá ljósin.

jólin jólin jólin koma brátt.......

 


Allt að komast í ró

sýningin búin og allt að komast í ró :) okkur gekk rosalega vel á þessari sýningu en hann Bangsi minn fékk 2x NOM 2xBIS 1x uppáhaldsköttur dómara, 1x uppáhaldsköttur gesta og svo fengum við feldhirðuverðlaunin á sunnudeginum. Þannig að við göngum sko sátt frá þessu öllu saman. Ég tók líka nokkra MCO og fengu þeir allir rosalega fína dóma ásamt því að LAnte fékk 2x NOM og var svo besta ræktunarlæðan í catagoríu 2 á laugardeginum, Jojo var svo 2xBIV 1x uppáhaldsköttur dómara og Kodou var líka 1x uppáhaldsköttur dómara. Það sem mér fannst líka alveg æðislegt við þessa sýningu er það hvað margir af okkar MCO kettlingum mættu og eftir því sem mér skilst höfðu allir gaman að. Rósa, Jósteinn, Almar og Aisa gistu hérna hjá okkur um sýningarhelgina og það var æðislegt,, alltaf gaman að fá góða gesti :) Svo tóku þau Droopy með sér norður en hún var að flytja til Nonna og Ásu á Akureyri og eftir því sem mér skilst var hún að fara að giftast herra manni þar sem heitir Doddi og er golden persi,,, svakalega myndarlegur.

ég setti inn eitthvað af myndum frá helginni hér

En hérna kemur mynd af prinsinum sem kom sá og sigraði

Fjalldrapa Lion Heart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband